spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor um nauðgunarásakanirnar, áfengisneyslu og milljarðana

Conor um nauðgunarásakanirnar, áfengisneyslu og milljarðana

Conor McGregor snýr aftur í búrið um helgina eftir langa fjarveru. Conor var í ítarlegu viðtali við Ariel Helwani þar sem hann fór um víðan völl.

Conor McGregor mætir Donald Cerrone á laugardaginn í Las Vegas í aðalbardaga kvöldsins á UFC 246.

Conor hefur veitt fá viðtöl á síðustu árum og voru mörg málefni tekin fyrir. Conor hefur verið ásakaður um tvær nauðganir. Önnur á að hafa átt sér stað í desember 2018 en sú síðari í október 2019. Samkvæmt New York Times var Conor yfirheyrður vegna fyrra málsins en hefur ekki verið ákærður. Conor hefur ekki verið yfirheyrður vegna seinna málsins og ekki ákærður. Conor vísar ásökunum á bug og segir að tíminn muni leiða það í ljós að hann sé saklaus.

Conor barðist síðast við Khabib Nurmagomedov í október 2018. Conor sagði að hann hefði verið að drekka full mikið í aðdraganda bardagans en nú hafi hann ekki smakkað áfengi í nokkra mánuði.

Conor býst við að fá um 80 milljónir dollara (9,9 milljarðar ISK) fyrir bardagann gegn Cerrone um helgina. Conor fékk um 50 milljónir (6,2 milljarðar ISK) fyrir bardagann gegn Khabib og um 100 milljónir (12,3 milljarðar) fyrir box bardagann gegn Floyd Mayweather.

Conor er 31 árs gamall en hann býst við að eiga milljarð dollara þegar hann verður 35 ára.

Conor segir að hann vilji setja meiri pening í heilsu sínu eftir að hafa heyrt hvað Lebron James eyðir miklu í heilsu sína.

Conor segir einnig að Floyd Mayweather skuldi sér MMA bardaga. Upphaflega var hugmyndin sú að þeir myndu mætast fyrst í boxi og svo í MMA en ekkert hefur orðið úr MMA bardaganum.

Conor hefur áhuga á að berjast aftur í boxi innan tíðar og horfir til bardaga gegn Manny Pacquiao.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular