Conor McGregor snýr aftur í búrið um helgina eftir langa fjarveru. Conor var í ítarlegu viðtali við Ariel Helwani þar sem hann fór um víðan völl.
Conor McGregor mætir Donald Cerrone á laugardaginn í Las Vegas í aðalbardaga kvöldsins á UFC 246.
Conor hefur veitt fá viðtöl á síðustu árum og voru mörg málefni tekin fyrir. Conor hefur verið ásakaður um tvær nauðganir. Önnur á að hafa átt sér stað í desember 2018 en sú síðari í október 2019. Samkvæmt New York Times var Conor yfirheyrður vegna fyrra málsins en hefur ekki verið ákærður. Conor hefur ekki verið yfirheyrður vegna seinna málsins og ekki ákærður. Conor vísar ásökunum á bug og segir að tíminn muni leiða það í ljós að hann sé saklaus.
In his sit-down with @arielhelwani ahead of #UFC246, @TheNotoriousMMA preaches patience and denies the allegations made against him. pic.twitter.com/ENLB10Z9MZ
— ESPN MMA (@espnmma) January 13, 2020
Conor barðist síðast við Khabib Nurmagomedov í október 2018. Conor sagði að hann hefði verið að drekka full mikið í aðdraganda bardagans en nú hafi hann ekki smakkað áfengi í nokkra mánuði.
After “drinking all bleedin’ fight week” against Khabib, @TheNotoriousMMA hasn’t had a drink during his #UFC246 camp. pic.twitter.com/MFpT6MAveo
— ESPN MMA (@espnmma) January 13, 2020
Conor býst við að fá um 80 milljónir dollara (9,9 milljarðar ISK) fyrir bardagann gegn Cerrone um helgina. Conor fékk um 50 milljónir (6,2 milljarðar ISK) fyrir bardagann gegn Khabib og um 100 milljónir (12,3 milljarðar) fyrir box bardagann gegn Floyd Mayweather.
"They think I'm toast, Ariel, but I'm still the bread." 🍞@TheNotoriousMMA says he made $50 million for the Khabib fight and predicts an $80 million payday for #UFC246 (via @arielhelwani) pic.twitter.com/UjpLhbDBAC
— ESPN MMA (@espnmma) January 13, 2020
Conor er 31 árs gamall en hann býst við að eiga milljarð dollara þegar hann verður 35 ára.
By the time he turns 35 years old, @TheNotoriousMMA expects to be a billionaire 🤑 (via @arielhelwani) pic.twitter.com/vgUYrGrLmV
— ESPN MMA (@espnmma) January 13, 2020
Conor segir að hann vilji setja meiri pening í heilsu sínu eftir að hafa heyrt hvað Lebron James eyðir miklu í heilsu sína.
When it comes to taking care of his body, @TheNotoriousMMA intends to take a page from @KingJames's book (via @arielhelwani) pic.twitter.com/dqEhzycCSY
— ESPN MMA (@espnmma) January 13, 2020
Conor segir einnig að Floyd Mayweather skuldi sér MMA bardaga. Upphaflega var hugmyndin sú að þeir myndu mætast fyrst í boxi og svo í MMA en ekkert hefur orðið úr MMA bardaganum.
Sounds like @FloydMayweather owes Conor McGregor an MMA fight 👀@TheNotoriousMMA doesn't think it'll happen, but still wants a rematch in the ring (via @arielhelwani, @ESPNRingside) pic.twitter.com/n2ZDAb1Dmo
— ESPN MMA (@espnmma) January 13, 2020
Conor hefur áhuga á að berjast aftur í boxi innan tíðar og horfir til bardaga gegn Manny Pacquiao.
Aside from the Mayweather rematch, @TheNotoriousMMA would also be open to boxing @MannyPacquiao and @PaulMalignaggi 🥊 (via @arielhelwani, @ESPNRingside) pic.twitter.com/iQcDeAYKoi
— ESPN MMA (@espnmma) January 13, 2020
Viðtalið má sjá í heild sinni hér.