spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor vill berjast fjórum sinnum á árinu - Verður það hægt?

Conor vill berjast fjórum sinnum á árinu – Verður það hægt?

Conor McGregor
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Conor McGregor mun berjast um léttvigtartitilinn á UFC 197 í mars. McGregor vill halda báðum beltunum og verja þau sem oftast enda vill hann berjast fjórum sinnum í ár. Hvernig gæti árið litið út hjá honum?

Ef allt gengur upp hjá McGregor á þessu ári myndi hann eiga besta ár í sögu MMA og yrði strax einn besti bardagamaður allra tíma.

Til þess þarf þó margt að ganga upp og er enn langur vegur framundan ætli hann sér að halda bæði fjaðurvigtar- og léttvigtarbeltinu á sama tíma. Að hans mati er það þó hægt og höfum við útlistað hvernig planið hans gæti litið út á þessu ári.

5. mars – UFC 197: Conor McGregor mætir Rafael dos Anjos á UFC 197 um léttvigtartitilinn. Með sigri myndi hann vera bæði léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistarinn og þar með sá fyrsti í sögu UFC til að vera meistari í tveimur flokkum á sama tíma.

9. júlí – UFC 200: Þetta bardagakvöld verður eflaust risastórt og verður öllu til tjaldað á bardagakvöldinu. UFC mun vilja setja sínar stærstu stjörnur á þetta kvöld og er líklegt að McGregor verði aðalnúmerið. Eftir léttvigtarbardagann mun hann þurfa að verja fjaðurvigtartitilinn og verður það líklegast annað hvort gegn Frankie Edgar eða Jose Aldo. McGregor mun pottþétt vera á UFC 200 nema hann hljóti einhver slæm meiðsli í bardaganum gegn dos Anjos.

September – UFC 202: Takist McGregor hið erfiða verkefni að sigra léttvigtarbeltið mun hann auðvitað þurfa að verja beltið. Sú titilvörn gæti farið fram í september á stóru bardagakvöldi í Las Vegas. Tíminn er knappur en það verður alltaf erfitt verk fyrir McGregor að berjast fjórum sinnum á árinu.

Desember – UFC 205: Haldi Conor McGregor ennþá fjaðurvigtarbeltinu þyrfti hann eflaust að verja það aftur á þessum tímapunkti.

Desember bardaginn gæti einnig frestast fram í janúar og bardaginn í september frekar farið fram í október svo McGregor gæti fengið ögn meiri tíma á milli bardaga.

Planið hans McGregor er að skiptast á að verja beltin og berjast einfaldlega sem oftast. Á meðan hann er að verja léttvigtarbeltið verður kominn nýr áskorandi í fjaðurvigtinni og öfugt. Fræðilega séð er þetta hægt en það þyrfti bókstaflega allt að ganga upp til að þetta verði að veruleika sem yrði gríðarlega erfitt. Einnig þyrftu MMA guðirnir að vera okkur bardagaaðdáendum hliðhollir.

Þegar þetta er listað svona upp lítur þetta út eins og ómögulegt verk fyrir einn mann. Ef það er hins vegar einhver sem getur það er það maðurinn sem hefur staðið við öll stóru orðin hingað til – Conor McGregor.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular