0

Conor vill berjast við hvern sem er, hvar sem er og óháð þyngd

conor mcgregor jose aldo

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Conor McGregor var í viðtali við Severe MMA fyrr í vikunni þar sem farið var um víðan völl. McGregor talaði m.a. um Donald Cerrone, mögulegan bardaga í veltivigtinni, bardagalistir og samband sitt við UFC.

Conor McGregor mætir Rafael dos Anjos á UFC 196 þann 5. mars. Hann hefur lokið undirbúningi sínum fyrir bardagann í Írlandi og hefur nú haldið á leið til Bandaríkjanna þar sem lokaundirbúningurinn fer fram.

McGregor hélt ekki aftur af sér í viðtalinu. Hann talaði m.a. um Donald Cerrone og sagði hann vera ræfil fyrir að hafa hætt gegn dos Anjos í desember. Rafael dos Anjos kláraði Cerrone á aðeins 66 sekúndum í fyrra.

Aðsðurður um mögulegan titilbardaga í veltivigtinni gegn Robbie Lawler kvaðst McGregor geta tekið öll beltin og mætt hvaða andstæðingi sem er. Máli sínu til stuðnings benti hann á að hann hefði átt í litlum vandræðum með fjallið Hafþór Júlíus Björnsson sem er vel yfir 120 kg takmarkið í þungavigtinni.

McGregor kveðst vera alvöru bardagalistamaður sem er til í að berjast við hvern sem er, hvenær sem er og alveg óháð þyngd. Margir hafa talað um að fara upp um flokk til að mæta öðrum meisturum en fáir gera það í raun.

Að lokum talaði hann um frábært samband sitt við Lorenzo Fertitta og Dana White, eiganda og forseta UFC. Ýmsir blaðamenn hafa haldið því fram að samband þeirra við McGregor sé stirt en McGregor blæs á þær sögusagnir og segist ætla að berjast í UFC alveg þangað til hann hættir.

Viðtalið má sjá hér að neðan.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.