UFC 250 fer fram um helgina í Las Vegas. Það er óhætt að segja að bardagakvöld UFC hafi oft litið betur út.
Amanda Nunes mætir Felicia Spencer í aðalbardaga kvöldsins um fjaðurvigtartitil kvenna. Það er eini titilbardagi kvöldsins en UFC reynir oftast að vera með tvo titilbardaga á stóru kvöldunum sínum.
UFC bardagasamtökin fóru af stað með bardagakvöld í maí og er MMA því ein af fáum íþróttum sem eru í gangi þessa dagana í Covid-19 faraldrinum. Margir bardagaklúbbar hafa verið lokaðir í faraldrinum og erfitt hefur verið að æfa fyrir bardagamennina. Það er líka auk þess erfitt að ferðast þessa dagana enda ýmsar ferðatakmarkanir til Bandaríkjanna.
UFC getur því ekki teflt fram sínum stærstu nöfnum og má því segja að það sé ákveðinn covid-19 bragur á UFC 250 um helgina. Fjórir af bardögunum fimm á aðalhluta bardagakvöldsins voru settir saman á síðustu þremur vikum en UFC tókst samt vel til þrátt fyrir skamman fyrirvara.
Eins og við fórum yfir í síðustu viku er staðan flókin í mörgum þyngdarflokkum UFC en hlutirnir ættu að skýrast betur á næstu vikum. Hér að neðan má sjá bardagakvöld helgarinnar eins og það lítur út núna.
Aðalhluti bardagakvöldsins
Titilbardagi í fjaðurvigt kvenna: Amanda Nunes gegn Felicia Spencer
Bantamvigt: Raphael Assunção gegn Cody Garbrandt
Bantamvigt: Aljamain Sterling gegn Cory Sandhagen
Veltivigt: Neil Magny gegn Anthony Rocco Martin
Bantamvigt: Eddie Wineland gegn Sean O’Malley
ESPN / ESPN+ upphitunarbardagar:
Fjaðurvigt: Alex Caceres gegn Chase Hooper
Millivigt: Ian Heinisch gegn Gerald Meerschaert
Fjaðurvigt: Cody Stamann gegn Brian Kelleher
Millivigt: Charles Byrd gegn Maki Pitolo
UFC Fight Pass / ESPN+ upphitunarbardagar:
Fluguvigt: Alex Perez gegn Jussier Formiga
Léttþungavigt: Alonzo Menifield gegn Devin Clark
Hentivgt (150 pund): Evan Dunham gegn Herbert Burns