spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentCris Cyborg berst á UFC 198

Cris Cyborg berst á UFC 198

ufc 198 cyborgCris ‘Cyborg’ Justino berst sinn fyrsta bardaga í UFC nú í maí. Þá mætir hún Leslie Smith á UFC 198 í Brasilíu.

Cyborg er fjaðurvigtarmeistari (145 pund) Invicta en bardaginn gegn Smith mun fara fram í 140 punda hentivigt (e. catchweight).

Cyborg var lengi vel orðuð við titilbardaga í bantamvigt UFC en sagði niðurskurðinn vera of erfiðan. Þær Cyborg og Ronda Rousey hafa lengi eldað saman grátt silfur í fjölmiðlum þrátt fyrir að berjast í ólíkum þyngdarflokkum í ólíkum bardagasamtökum. Fyrir skömmu útilokaði svo Cyborg ferð niður í bantamvigt (135 pund).

Eftir að hafa tapað sínum fyrsta MMA bardaga hefur Cyborg sigrað 15 bardaga í röð. Sigrarnir hefðu verið 16 ef hún hefði ekki fallið á lyfjaprófi árið 2011. Anabólíski sterinn stanozol fannst þá í lyfjaprófi hennar og var sigurinn á Hiroko Yamanaka dæmdur ógildur. Cyborg hefur aðeins tvisvar farið í dómaraákvörðun og klárað síðustu tíu bardaga með rothöggi.

Leslie Smith sigraði Rin Nakai í bantamvigt í Ástralíu á dögunum og er 2-2 í UFC. Að sögn Dana White, forseta UFC, var hún sú eina sem vildi berjast við Cyborg. Þess má geta að Smith hefur barist í fluguvigt (125 pund) og má ætla að Cyborg verði mun stærri þegar þær mætast.

Ronda Rousey hafði aldrei áhuga á að mæta Cyborg nema hún myndi koma niður í bantamvigt. Aftur á móti hafa þær Holly Holm og Miesha Tate lýst því yfir að þær vilji mæta Cyborg í annað hvort 140 pundum eða 145 pundum.

UFC 198 stefnir í algjöra veislu en bardagakvöldið var fyrir smekkfullt af hæfileikaríkum bardagamönnum. Kvöldið fer fram þann 14. maí á 40.000 manna fótboltaleikvangi í Brasilíu og lítur bardagakvöldið svona út eins og er.

Þungavigt: Fabricio Werdum gegn Stipe Miocic
Millivigt: Ronaldo ‘Jacare’ Souza gegn Vitor Belfort
Veltivigt: Demian Maia gegn Matt Brown
Léttþungavigt: Shogun Rua gegn Corey Anderson
Millivigt: Anderson Silva gegn Uriah Hall
Hentivigt (140 pund): Cris ‘Cyborg’ Justino gegn Leslie Smith
Léttþungavigt: Patrick Cummins gegn Antônio Rogério Nogueira
Veltivigt: Warlley Alves gegn Bryan Barberena
Léttvigt: Francisco Trinaldo gegn Yancy Medeiros
Millivigt: Thiago Santos gegn Nate Marquardt
Veltivigt: Sérgio Moraes gegn Kamaru Usman
Fjaðurvigt: Renato Moicano gegn Zubaira Tukhugov

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular