spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentCro Cop meiddur og mögulega hættur (aftur)

Cro Cop meiddur og mögulega hættur (aftur)

crocopMirko ‘Cro Cop’ Filipovic átti að mæta Anthony Hamilton síðar í mánuðinum en hefur nú þurft að hætta við bardagann vegna meiðsla. Miðað við yfirlýsingu hans gæti hann verið hættur.

Bardaginn gegn Hamilton átti að fara fram í Suður-Kóreu þann 28. nóvember. Þetta verður fyrsta heimsókn UFC til landsins og átti bardaginn að vera næstsíðasti bardagi kvöldsins.

Í yfirlýsingu hans kemur fram að Cro Cop hafi átt við meiðsli að stríða á öxl um tíma og erfiðlega hafi gengið að meðhöndla meiðslin. Hann sá því ekki annað í stöðunni en að hætta við fyrirhugaðan bardaga.

Miðað við yfirlýsinguna hljómar eins og hann sé hættur. „Ég geri mér grein fyrir því að bardagaþjálfun minni sé lokið. Fyrr eða síðar kemur að því að maður á ekkert eftir nema heilsuna. Ég átti langan og farsælan feril og setti mark mitt á sögu MMA,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Athugið þó að yfirlýsingin er á króatísku og er þýdd yfir á ensku með Google translate. Yfirlýsinguna má nálgast á opinberri Facebook síðu hans hér.

Cro Cop hefur barist hátt í 80 bardagi í MMA og sparkboxi. Hann er goðsögn í MMA og var bardagi hans gegn Fedor Emelianenko einn stærsti bardagi í sögu MMA. Cro Cop hætti í MMA árið 2011 en snéri aftur ári síðar. Hann kom aftur í UFC fyrr á árinu er hann sigraði Gabriel Gonzaga í Póllandi. Það er kannski viðeigandi endir á ferlinum en Cro Cop hafði áður tapað fyrir Gonzaga með eftirminnilegum hætti.

Cro Cop er 41 árs gamall og kannski er þetta rétti tíminn til að hætta.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular