spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentCyborg fær nýjan andstæðing á UFC 214 - Megan Anderson út, Tonya...

Cyborg fær nýjan andstæðing á UFC 214 – Megan Anderson út, Tonya Evinger inn

Cris ‘Cyborg’ Justino hefur fengið nýjan andstæðing. Cyborg átti að mæta Megan Anderson á UFC 214 en fær þess í stað Tonya Evinger.

Það stendur enn til að berjast um fjaðurvigtarbelti kvenna en bardaginn verður næstsíðasti bardaginn á UFC 214 þann 29. júlí. Megan Anderson er ríkjandi fjaðurvigtarmeistari Invicta og hefði þetta orðið fyrsti bardagi hennar í UFC. Hún hefur því miður þurft að draga sig úr bardaganum af persónulegum ástæðum en ESPN greinir frá þessu.

Tonya Evinger er ríkjandi bantamvigtarmeistari Invicta og skrautlegur karakter. Cyborg mætir þar af leiðandi bantamvigtarmeistaranum í stað þess að mæta fjaðurvigtarmeistara Invicta. Bardaginn mun engu að síður fara fram í fjaðurvigtinni.

Germaine de Randamie var fyrsti fjaðurvigtarmeistari UFC eftir sigur á Holly Holm í febrúar. Hún var hins vegar svipt titlinum eftir að hún neitaði að berjast við Cyborg. Cyborg er af mörgum talin besta bardagakona heims og verður þetta fyrsti bardagi hennar í UFC í hennar rétta þyngdarflokki.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular