Monday, September 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRobert Guerrero: Enginn hraðari en Floyd Mayweather

Robert Guerrero: Enginn hraðari en Floyd Mayweather

Robert Guerrero er einn af fjölmörgum boxurum sem mætt hefur Floyd Mayweather í boxhringnum með litlum árangri. Guerrero segir að Floyd sé mun höggþyngri og hraðari en fólk gerir sér grein fyrir.

Robert Guerrero deilir reynslu sinni úr hringnum með Floyd Mayweather í skemmtilegu viðtali við Yahoo Sports. Guerrero er örvhentur en hann mætti Floyd Mayweather þann 4. maí 2013. Conor McGregor er einnig örvhentur en margir, þar á meðal Dana White, hafa haldið því fram að veikleiki Floyd séu örvhentir andstæðingar.

Floyd sigraði Guerrero eftir dómaraákvörðun en Floyd er 9-0 gegn örvhentum andstæðingum og hefur unnið 82,8% af lotunum hjá öllum þremur dómurunum í hverjum bardaga fyrir sig.

Conor og hans lið hafa sagt að þeir sjái veikleika hjá Floyd sem þeir ætli sér að nýta. Guerrero sá einnig veikleika er hann horfði á myndbönd af Floyd en gat ekki nýtt sér það þegar í hringinn var komið. Floyd var talsvert hraðari en hann bjóst við.

„Það er enginn hraðari en Floyd Mayweather. Það er vandinn sem allir kljást við þegar þeir mæta Floyd,“ sagði Guerrero.

„Þetta virkar ekki eins hratt í sjónvarpinu en þegar hann er fyrir framan þig er þetta allt annað. Viðbragðstími Floyd er ólíkt öllu því sem þekkist. Ég er sjálfur örvhentur, Manny Pacquiao er sennilega hraðasti örvhenti boxarinn og við áttum í miklum erfiðleikum með hraðann hjá Floyd.“

Guerrero segir að Floyd sé ekki bara eldsnöggur heldur hefur hann svo ótrúlega fótavinnu sem fær andstæðinginn til að ganga í gildrur. Þetta er í takt við það sem Andre Berto sagði um sína reynslu gegn Floyd í nýlegu viðtali

„Flest höggin hans eru bara viðbrögð. Hann sér hvað þú ert að gera, veit hvað þú ert að reyna og þegar þú stígur fram eru viðbrögðin hans það snögg að hann hittir þig. Það er svo erfitt að eiga við það,“ segir Guerrero og ráðleggur hann Conor að finna hröðustu æfingafélagana sem hann getur fundið.

Guerrero bendir einnig á að Floyd þreytir andstæðingana gífurlega þegar þeir ná ekki að kýla hann og kýla ekkert nema loftið. Þá segir hann ennfremur að fólk vanmeti höggþunga Floyd.

„Fólk vanmetur höggþunga Floyd gegn McGregor. Flestir MMA bardagamenn byrja að æfa á unglingsárum eða síðar. Floyd var farinn að kýla nánast um leið og hann lærði að ganga. Hann fæddist í boxheiminum. Höggin hans eru svo tæknilega nákvæm. Munurinn er gríðarlegur. Þú getur verið með gæja sem er með AK-47 skjótandi út um allt. Svo ertu með Floyd Mayweather sem er þarna eins og leyniskytta og skýtur þig með einu skoti í stað þessa að sóa öllum þessum kúlum.“

Þeir Floyd Mayweather og Conor McGregor mætast þann 26. ágúst í risa boxbardaga.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular