spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentCyborg fékk 52 milljónir íslenskra króna fyrir bardagann gegn Holly Holm

Cyborg fékk 52 milljónir íslenskra króna fyrir bardagann gegn Holly Holm

Cris ‘Cyborg’ Justino fékk vel borgað fyrir bardagann gegn Holly Holm í gær. Cyborg fékk hálfa milljón dollara og var sá bardagamaður sem fékk mest greitt á UFC 219 í nótt.

Cris Cyborg fékk 500.000 dollara eða tæpa 51 milljón íslenskra króna fyrir sigurinn á Holly Holm. Cyborg hefði fengið sömu upphæð þó hún hefði tapað en fékk þar að auki 50.000 dollara (rúmar fimm milljónir ISK) bónus fyrir besta bardaga kvöldsins. Cyborg sigraði Holm eftir fimm lotu dómaraákvörðun.

Holly Holm fékk næstbest borgað í gær en hún fékk 300.000 dollara eða rúma 31 milljón ISK og einnig 50.000 dollara bónus líkt og Cyborg. Íþróttanefnd Nevada fylkis gefur upp laun bardagamanna í ríkinu.

Khabib Nurmagomedov fékk 80.000 dollara fyrir að mæta og aðra 80.000 dollara fyrir sigurinn á Edson Barboza eða samtals rúmar 16 milljónir ISK. Barboza fékk 75.000 dollara (7,8 millj. ISK). Carlos Condit fékk 115.000 dollara (11,9 millj. ISK) fyrir bardagann gegn Neil Magny og hefði fengið aðra 115.000 með sigri. Neil Magny fékk 70.000 dollara (7,3 millj. ISK) og svo aðra 70.000 dollara fyrir sigurinn á Condit.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular