Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKhabib: Get barist við Conor og Tony Ferguson á sama kvöldi

Khabib: Get barist við Conor og Tony Ferguson á sama kvöldi

Khabib Nurmagomedov fór gjörsamlega á kostum í nótt á UFC 219. Hann gjörsigraði Edson Barboza og sparaði ekki stóru orðin á blaðamannafundinum eftir bardagann.

Khabib Nurmagomedov er núna 25-0 á ferli sínum í MMA. Hann er að margra mati besti léttvigtarmaður heims en hefur verið í erfiðleikum með meiðsli og niðurskurðinn. Hann vonast eftir að geta barist þrisvar á næsta ári og bætt upp fyrir tímann sem hann hefur verið fjarri búrinu.

Conor McGregor er ríkjandi léttvigtarmeistari og Tony Ferguson bráðabirgðarmeistari. Óvíst er hvenær Conor kemur aftur og hver andstæðingur hans verður ef hann snýr aftur. Khabib er þó til í að berjast við þá báða og jafnvel báða á sama kvöldi.

„Kannski, ef UFC samþykkir, get ég barist við þá báða sama kvöld? Ég sver það, ég er ekki að grínast. Ég gæti barist við þá báða sama kvöld. Hvers vegna ekki? Ég er ferskur núna og ég barðist við Edson Barboza í 15 mínútur,“ sagði Khabib á blaðamannafundinum í gær.

Khabib hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir vesenið á sér utan búrsins enda berst hann alltof sjaldan vegna meiðsla. Núna segist hann vera heilsuhraustur og er tilbúinn í stórt ár 2018.

„Kannski þarf ég að vera hógvær en ég þarf að rústa þessum gæjum af því þeir tala of mikið þegar ég er meiddur. Ég vil ekki vera meiddur, ég vil ekki fara upp á spítala og í aðgerð, en stundum gerist það. Þú getur ekki drullað yfir einhvern þegar hann er meiddur. Þeir tala allir þegar ég er meiddur en hvar eru þessir gæjar núna?“

Khabib er nokkuð sama hvort hann mæti Tony Ferguson eða Conor McGregor næst og lítur ekki á Conor sem alvöru meistarann í léttvigt.

„Alvöru beltið er 25-0. Þetta er alvöru beltið. Allt hitt er bara plat. Ef ég á að segja eins og er, þá er Tony Ferguson alvöru meistarinn. Conor er bara með einn bardaga í léttvigt í UFC og hann er meistarinn. Hann vann Eddie Alvarez. Conor er góður bardagamaður en hann er ekki meistarinn. Ég held að margir geti unnið hann í léttvigt, það er mín skoðun. Hann er með gott box, góðar tímasetningar en hann er ekki nógu góður glímumaður, hann er ekki með gott þol en hann er samt með beltið.“

 

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular