Cris ‘Cyborg’ Justino tilkynnti fyrr í kvöld að hún hefði samið við Bellator. Cyborg mun keppa í fjaðurvigt Bellator en óvíst er hvenær hennar fyrsti bardagi verður.
Cyborg kláraði samninginn sinn við UFC þegar hún sigraði Felicia Spencer eftir dómaraákvörðun í júlí. Eftir bardagann sagði Dana White að UFC ætlaði ekki að bjóða henni nýjan samning en samband UFC og Cyborg var lengi vel stirt.
Scott Coker, forseti Bellator, segir að samningur Cyborg sé sá stærsti sem kona hefur fengið í MMA. Það eru stórar fullyrðingar en þegar Ronda Rousey var upp á sitt besta var hún tekjuhæsti íþróttamaður í MMA.
Cyborg var fjaðurvigtarmeistari UFC en tapaði beltinu til Amanda Nunes. Nú ætlar hún að reyna við enn eitt beltið en Julia Budd er ríkjandi fjaðurvigtarmeistari kvenna í Bellator.
Scott Coker vann áður með Cyborg þegar Coker var með Strikeforce.
I am proud to announce that @BellatorMMA has signed @CrisCyborg to the biggest contract in women’s MMA history.
— Scott Coker (@ScottCoker) September 3, 2019
Welcome to the family. pic.twitter.com/BQM29cCUP3