Tuesday, May 21, 2024
HomeErlentDagskráin klár fyrir heimstúr Conor og Floyd

Dagskráin klár fyrir heimstúr Conor og Floyd

Dagskráin fyrir heimstúr Conor McGregor og Floyd Mayweather er klár. Túrinn hefst í næstu viku og verða fjórir blaðamannafundir á fjórum dögum.

Kynningartúrinn hefst á þriðjudaginn 11. júlí í Staples Center í Los Angeles. Daginn eftir fara þeir til Toronto í Kanada og halda annan blaðamannafund í Sony Centre. Á fimmtudeginum fer svo þriðji blaðamannafundurinn fram í Barclays Center í New York.

Þriggja landa heimstúrnum lýkur svo með blaðamannafundi í SSE Arena í London fimmtudaginn 14. júlí. Miðasala á viðburðina í Los Angeles og New York er hafin en ekki fyrir London og Toronto.

Showtime sendi einnig frá sér fyrstu stikluna fyrir bardagann þegar túrinn var tilkynntur. Boxbardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor fer fram þann 26. ágúst í Las Vegas.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular