Tuesday, July 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDan Henderson ávarpaði áhorfendur í síðasta sinn

Dan Henderson ávarpaði áhorfendur í síðasta sinn

Dan Henderson mætti Michael Bisping í gær um millivigtartitilinn. Þetta var síðasti bardagi Dan Henderson á ferlinum og hefur hann nú lagt hanskana á hilluna.

Michael Bisping bar sigur úr býtum gegn Dan Henderson í gær. Eftir bardagann sagði Henderson að þetta hefði verið síðasti bardaginn hans á ferlinum.

Henderson ávarpaði áhorfendur í gær og yfirgaf búrið í síðasta sinn. Hann var vonsvikinn með niðurstöðu bardagans en getur verið sáttur eftir langan og góðan feril.

Hinn 46 ára gamli Dan Henderson er ein af goðsögnum íþróttarinnar og er með einhverja mögnuðustu ferilskrá í sögu MMA. Henderson hefur mætt mönnum á borð við Fedor Emelianenko, Anderson Silva, Mauricio ‘Shogun’ Rua, Wanderlei Silva, Michael Bisping, Vitor Belfort, Quinton ‘Rampage’ Jackson, Antonio ‘Big Nog’ Nogueira, Daniel Cormier, Antonio ‘Lil Nog’ Nogueira og svo mætti lengi telja.

Það var gaman að hlusta á hann í gær þakka áhorfendum fyrir allan stuðningin í gegnum ferilinn og gengur hann sáttur frá borði.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular