0

Dana White: B.J. Penn berst ekki aftur í UFC

Eftir að hafa séð myndböndin af B.J. Penn í götuslagsmálum hefur Dana White hætt við að gefa Penn fleiri bardaga. Að sögn Dana er þetta búið hjá Penn.

Þrátt fyrir sögulega slakt gengi (sjö töp í röð) átti Penn að fá enn einn bardagann. Penn átti að mæta Nik Lentz síðar á árinu en eftir myndböndin sem birtust í síðustu viku hefur Dana White nú hætt við að gefa honum bardaga.

„Hann berst ekki aftur. Þetta er búið,“ sagði Dana White um B.J. Penn. Dana sagði að þrátt fyrir fyrri loforð mun Penn ekki fá fleiri bardaga. Dana segir að Penn þurfi að einbeita sér að einkalífinu og virðist því bardaginn við Nik Lentz vera af borðinu.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.