spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White: Búið að bjóða Conor og Poirier bardaga

Dana White: Búið að bjóða Conor og Poirier bardaga

UFC hefur boðið Conor McGregor og Dustin Poirier að mætast í búrinu og virðist sem svo að samtökin hafi engan áhuga á fyriráætlun þeirra kappa um að mætast í góðgerðarbardaga í Dublin.

Í viðtalið við Barstool Sports í dag staðfestir Dana White að UFC hafi boðið Conor McGregor og Dustin Poirier bardaga gegn hvor öðrum síðar á árinu.

„Conor bað Poirier um að mæta sér í góðgerðarbardaga í Dublin svo við buðum þeim bardaga, við erum að bíða eftir að heyra aftur frá þeim báðum,“ sagði Dana í viðtalinu.

Síðastliðin mánudag voru Conor og Dustin í samskiptum á Twitter þar sem þeir voru að skipuleggja góðgerðarbardaga sín a milli sem á að fara fram í Dublin í desember á þessu ári. Báðir aðilar virtust klárir í slaginn en tók Conor þó skýrt fram að UFC myndi ekki koma að bardaganum með neinum hætti. Enn þykir óljóst hvort slíkur bardagi gæti farið fram því báðir eru þeir samningsbundnir UFC sem hindrar það að þeir berjist annars staðar nema með leyfi frá UFC.

Stuttu eftir að Dana White kom fram í viðtalinu hjá Barstool Sports birti Dustin Poirier samhengislausa Twitterfærslu þar sem stóð einfaldlega „Ég samþykki“. Óhætt er að gefa sér það að þarna sé Dustin að samþykkja boð um að mæta Conor í bardaga á vegum UFC.

Ef af þessum bardaga verður væri það í annað skiptið sem kapparnir mætast. Síðast mættust þeir á UFC 178 þann 27. september 2014 þar sem Conor stoppaði Poirier með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu.

Conor hefur ekki slegist síðan í janúar á þessu ári þar sem hann gekk frá Donald Cerrone í fyrstu lotu á UFC 246. Sá bardagi var fyrsti bardagi Conor síðan 2018 þegar hann tapaði í titilbardaga gegn Khabib Nurmagomedov.

Poirier átti að mæta Tony Ferguson á UFC 254 sem fram fer þann 24. október næstkomandi en sá bardagi féll niður þar sem ekki tókst að ná samningum á milli Poirier og UFC. Poirier vildi meiri pening fyrir að mæta Tony en UFC var tilbúið að borga og því fór sem fór. Poirier sigraði Dan Hooker eftir einróma dómaraákvörðun í júní síðastliðnum.

spot_img
spot_img
spot_img
Sjonni
Sjonnihttps://www.mmafrettir.is
-Bardagaáhugamaður -Fjólublátt belti í BJJ -Stjórnamaður í Mjölni -Tölvunarfræðingur
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular