spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White: Conor gæti enn barist á UFC 200

Dana White: Conor gæti enn barist á UFC 200

Dana White, forseti UFC, var gestur í þættinum The Herd í gær þar sem hann tjáði sig enn frekar um Conor McGregor og UFC 200.

Dana White sagði það sama og áður, Conor McGregor vill ekki mæta til Las Vegas til að taka upp kynningarefni og því mun hann ekki berjast á UFC 200.

White hélt því fram að samband hans og McGregor væri alls ekki slæmt þrátt fyrir brotthvarf McGregor af UFC 200.

„Samræðurnar urðu aldrei eldfimar og ég talaði við umboðsmanninn hans. Þeir vildu færa þetta [gerð kynningarefnisins] til maí en það er ekki hægt. Boltinn er farinn af stað,“ sagði Dana White.

„Það halda allir að við dekrum Conor og að hann geti gert það sem hann vill. En nei, það er ekki þannig. Conor fær mikið svigrúm þar sem hann stendur alltaf við sitt. Hann hefði ekki gert það fyrir UFC 200 svo við urðum að taka hann af bardagakvöldinu.“

„Samband okkar er ekki slæmt. Ég er ekki einu sinni smá reiður. Ég átti nokkuð þægilegan dag. Þegar Conor datt út hringdu tíu manns í mig til að reyna að koma í hans stað. Þetta verður risastór viðburður svo nei, ég er alls ekki reiður.“

Dana White sagði þó að Conor McGregor gæti enn barist á UFC 200. „Ef Conor myndi hringja í mig eftir þetta viðtal gætum við enn gert þetta. Við erum að setja 10 milljónir dollara í kynningu á UFC 200. Þú getur ekki sleppt því að mæta, sama hversu stór þú ert.“

Viðtalið má hlusta á heild sinni hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular