Friday, June 21, 2024
spot_img
HomeErlentTilkynning McGregor fær ótrúlega athygli

Tilkynning McGregor fær ótrúlega athygli

conor mcgregor
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Það hefur vafalaust ekki farið framhjá mörgum þegar Conor McGregor tilkynnti á Twitter að hann væri hættur í MMA.

Tilkynningin hefur fengið gríðarlega athygli enda sannarlega óvænt. Um fátt annað var talað á öllum helstu MMA fréttasíðunum og í stóru íþróttamiðlunum.

Tístið hans hefur fengið 150.000 endurtíst á tæpum sólarhringi. Til samanburðar fékk tilkynning körfuboltamannsins Kobe Bryant 130.000 endurtíst á Twitter þegar hann sagðist vera hættur. Sú færsla var mest endurtístaða (e. most retweeted) færsla íþróttamanns á Twitter í fyrra.

Vissulega var tilkynning Kobe Bryant ekki eins óvænt og tilkynning Conor McGregor en engu að síður skemmtileg staðreynd. Við þetta má bæta að Bryant bætti metið sitt síðan í fyrra á dögunum eftir hans síðasta leik þegar Twitter-færsla hans fékk um 207.000 endurtíst.

Á meðan á öllu þessu stendur er Conor McGregor alsæll á Íslandi að æfa með Keppnisliði Mjölnis.

mma frettir twitter mynd

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular