spot_img
Sunday, November 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White: Conor keppir ekki á UFC 200

Dana White: Conor keppir ekki á UFC 200

conor mcgregor
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Ef það var einhver vafi um hvort að tístið hans Conor McGregor hafi verið grín ættu nýjustu fréttir að benda til að svo sé ekki. Dana White var rétt í þessu að tilkynna að Conor McGregor muni ekki keppa á UFC 200.

Það er þá orðið staðfest að Conor McGregor muni ekki berjast við Nate Diaz á UFC 200. UFC er að vinna að því að fá nýjan aðalbardaga á UFC 200 í stað McGregor og Diaz.

Að sögn Dana White, forseta UFC, er ástæðan sú að Conor McGregor neitaði að mæta á blaðamannafund í Las Vegas síðar í vikunni til að kynna UFC 200.

„Conor vildi ekki koma til Las Vegas. Hann er að æfa á Íslandi,“ sagði Dana White við SportsCenter á ESPN rétt í þessu.

„Við eigum ennþá í góðu sambandi við Conor. Ég ber mikla virðingu fyrir honum sem bardagamanni og líkar vel við hann sem manneskju. En þú getur ekki ákveðið að mæta ekki á svona hluti. Þú verður að gera það.“

Til upprifjunar má geta þess að Nick Diaz, eldri bróðir Nate, fékk ekki að berjast við Georges St. Pierre á sínum tíma þar sem hann mætti ekki á fjölmiðlatengda viðburði.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular