spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White: Conor mætir Cerrone þann 18. janúar

Dana White: Conor mætir Cerrone þann 18. janúar

Dana White greindi frá því fyrr í kvöld að Conor McGregor mæti Donald Cerrone þann 18. janúar. Bardaginn verður aðalbardagi kvöldsins á UFC 246.

Conor McGregor lofaði endurkomu í búrið á blaðamannafundi í lok október. Þá var hann ekki með neinn andstæðing í huga en sagðist ætla að berjast þann 18. janúar. Það hefur tekið sinn tíma að staðfesta bardagann en samkvæmt Dana White, forseta UFC, hefur Conor skrifað undir samning þess efnis að berjast við Cerrone í janúar. Samkvæmt ESPN hefur Cerrone samþykkt bardagann og skrifað undir nýjan samning við UFC.

Bardaginn fer fram í veltivigt á UFC 246. Þetta verður þriðji bardagi Conor í veltivigt UFC en báðir bardagarnir gegn Nate Diaz fóru þar fram. Conor var fjaðurvigtar- og léttvigtarmeistari UFC á sínum tíma en hans síðasti sigur var gegn Eddie Alvarez í léttvigt í nóvember 2016. Conor hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Khabib Nurmagomedov í október 2018.

Donald Cerrone er gríðarlega vinsæll bardagamaður en hann er með flesta sigra og flesta kláraða bardaga í sögu UFC. Cerrone hefur flakkað á milli veltivigtar og léttvigtar en síðustu fjórir bardagar Cerrone voru í léttvigt. Síðast sáum við Cerrone tapa fyrir Justin Gaethje í september eftir rothögg en þar áður tapaði hann fyrir Tony Ferguson.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular