0

Stjúpdóttir Walt Harris látin

Stjúpdóttir UFC bardagamannsins Walt Harrist fannst látin fyrr í vikunni. Um morðrannsókn er að ræða en þrír einstaklingar hafa verið handteknir í tengslum við málið.

Walt Harris átti að mæta Alistair Overeem á UFC on ESPN 7 þann 7. desember. Þegar stjúpdóttir hans, Aniah Blanchard, hafði verið týnd í nokkra daga dró hann sig úr bardaganum.

Lýst hafði verið eftir Aniah um nokkurt skeið en hún fannst látin fyrr í vikunni. Þrír menn hafa verið handteknir og ákærðir fyrir mannrán. Vitni sáu einn þeirra ákærða neyða Aniah upp í bíl sinn þann 23. október. Tveimur dögum síðar fannst bíll Aniah þakinn blóði hennar en miðað við magn blóðsins í bílnum var um lífshættulega áverka að ræða. Málið var því rannsakað sem glæpur en fráfall hennar hefur nú verið staðfest.

Walt Harris sendi síðan frá sér tilkynningu í gær þar sem hann syrgir stjúpdóttur sína.

View this post on Instagram

My sweet baby girl… I just wanna thank you for helping me change my life for the better… For teaching me how to be a man and a better father! For being my biggest fan win, lose , or draw! For always knowing what to say to put a smile on my face and lift me up when I was down and wanted to give up. You light up my world I’m so many ways. This pain is unbearable… I know you want me to be strong but it so hard baby it so hard. I’m gonna find away I promise you I will. Right now nothing makes sense and I’m so lost. I just want you back. I hope I made you proud… I’m gonna keep going daddy just needs time. I love you so much. Look after us like you always did. We need you now more than ever. My lil mighty mighty tiger is a angel now. I love you baby girl forever and ever!

A post shared by Walt Harris (@thebigticket205) on

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.