0

Myndband: Albert Tumenov með sinn fimmta sigur í röð

Albert Tumenov hefur gert það gott síðan hann ákvað að yfirgefa UFC. Tumenov nældi sér í sinn fimmta sigur í röð í gær og það með rothöggi.

Albert Tumenov mætti Gunnari Nelson árið 2016. Tumenov var þá á topp 15 á styrkleikalista UFC, efnilegur bardagamaður í veltivigtinni og sigurstranglegri hjá veðbönkum.

Gunnar Nelson sigraði með hengingu í 2. lotu en fram að tapinu var Tumenov á fimm bardaga sigurgöngu. Tumenov mætti síðan Leon Edwards eftir það og tapaði aftur eftir hengingu.

Þegar samningnum hans við UFC lauk ákvað hann að söðla um í stað þess að semja aftur við UFC. Tumenov hefur verið að gera það gott síðan þá og unnið fimm bardaga í röð hjá ACB og ACA í Rússlandi og Kasakstan.

Tumenov mætti Beslan Ushukov á ACA 102 í gærkvöldi. Tumenov sigraði með rothöggi í 2. lotu.

Tumenov er ríkjandi veltivigtarmeistari ACA og hefur unnið þrjá af síðustu fimm bardögum sínum með rothöggi.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.