spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White: Conor næstur fyrir Khabib ef Tony Ferguson getur ekki barist

Dana White: Conor næstur fyrir Khabib ef Tony Ferguson getur ekki barist

Khabib Nurmagomedov átti frábæra frammistöðu þegar hann sigraði Dustin Poirier í gær. Nú bíða allir eftir að UFC setji saman bardaga Khabib og Tony Ferguson.

Khabib kláraði Dustin Poirier með hengingu í 3. lotu á UFC 242 í gær. Poirier var bráðabirgðarmeistari fyrir bardagann en beltin hafa nú verið sameinuð.

Undir öllum eðlilegum kringumstæðum ætti Tony Ferguson að vera næstur fyrir Khabib. Það hefur hins vegar gengið erfiðlega að fá þá til að berjast en fjórum sinnum hefur þurft að hætta við bardagann vegna meiðsla eða vigtunarvandræða.

„UFC tekur ákvörðun. Já, hann [Tony Ferguson] á það skilið. Hann er fremstur í röðinni og það verður góður bardagi,“ sagði Khabib um mögulegan næsta bardaga.

„Þó ég vinni Tony Ferguson verður alltaf einhver næstur. Þeir munu alltaf finna einhvern sem á að vinna mig. Þannig er leikurinn gerður. En eftir Tony er enginn eftir. Það hefur verið mikið að gera síðustu tvö ár, ég finn fyrir mikilli pressu. Gefið mér nokkra daga í hvíld.“

Dana White tók í sama streng og sagði að Tony Ferguson væri næstur. „Tony Ferguson er næstur ef hann samþykkir bardagann. Við sjáum hvernig þetta spilast, hvenær Khabib vill berjast og hvort Tony vilji bardagann,“ sagði Dana White eftir bardagann.

Tony Ferguson varð bráðabirgðarmeistari með sigri á Kevin Lee í október 2017. Þegar hann meiddist fyrir Khabib bardagann í apríl 2018 var hann sviptur titlinum. Ferguson var ósáttur með það og neitaði að berjast um annan bráðabirgðartitil nú í vor þegar Khabib var í banni. Max Holloway fékk því bardagann gegn Dustin Poirier í apríl.

„Ef Tony getur ekki barist eða vill ekki bardagann af einhverjum ástæðum, þá þurfum við að skoða hvað er næst. Conor gæti komið inn gegn Khabib. Conor vill bardagann virkilega mikið og ég er viss um að aðdáendur vilja sjá það. Sjáum hvernig þetta spilast.“

Conor McGregor tjáði sig að sjálfsögðu á Twitter eftir bardaga Khabib og sagðist vilja mæta Khabib aftur í Moskvu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular