0

Bjarki Ómarsson: Missti mig aðeins í fögnuðinum

Bjarki Ómarsson átti frábæra frammistöðu á CAGE 48 bardagakvöldinu í Finnlandi í gær. Bjarki kláraði bardagann með hengingu í 1. lotu og vonast eftir að fá fleiri tækifæri hjá finnsku bardagasamtökunum.

Bjarki Ómarsson mætti Joel Arolainen í gær. Bjarki kláraði Arolainen með „guillotine“ hengingu eftir 3:20 í 1. lotu í gær. Bjarki var staddur á flugvellinum í Helsinki á leið í flug heim þegar við heyrðum í honum.

„Um leið og hann féll niður þá vissi ég að ég væri með henginguna. Þegar hann byrjaði að tappa út fannst mér eins og dómarinn væri ekki að taka eftir því en ég ætlaði sko ekki að sleppa fyrr en dómarinn væri kominn!“ segir Bjarki um henginguna.

Í viðtali fyrir bardagann sagðist Bjarki sjá fyrir sér að hann myndi klára bardagann. „Ég sé mig vinna á marga vegu, sé guillotine upp við búrið, ground and pound í gólfinu, headkick, en oftast er ég að hugsa um flying knee,“ sagði Bjarki fyrir bardagann. Bjarki var mikið að grípa um hálsinn í bardaganum til að leita að hengingunni.

„Ég var búinn að taka eftir að alltaf þegar hann heldur gaurum upp við búrið þá er hann með lélegt posture. Þá finnst mér hann sitja hálsinn í slæma stöðu og ég var búinn að segja fyrir bardagann að ég sæi fyrir mér að ná honum í guillotine upp við búrið. Við vorum einmitt að drilla þetta í upphituninni með Valentin [Fels, glímuþjálfari].“

Um leið og bardaginn byrjaði skaut Arolainen strax í fellu sem var eitthvað sem Bjarki bjóst ekki alveg við. „Ég bjóst við að hann myndi standa aðeins með mér. Bjóst ekki við að hann myndi fara strax í takedown. Grunaði að hann myndi reyna takedown á endanum, en hélt að þetta myndi vera aðeins lengur standandi. Bjóst við að þetta myndi fara aðeins lengra líka.“

Um leið og bardaginn kláraðist fagnaði Bjarki gríðarlega, spretti hring um búrið og stökk svo að lokum upp á búrið og öskraði. „Ég missti mig, ég vissi ekki að ég myndi missa mig svona mikið. Ég var svo ánægður, eins og Chael Sonnen hefur talað um hjá Joe Rogan, þetta er svona relief þegar þú vinnur bardaga. Ert búinn að hugsa um þetta svo lengi, allir að tala um þetta í kringum þig þannig að maður er svo sáttur að vinna. Ég missti mig bara,“ segir Bjarki og hlær.

Þetta var fyrsti bardagi Bjarka síðan í desember 2018. Sá bardagi fór ekki vel og var Bjarki staðráðinn í að gera mun betur. „Mér leið óvenju vel fyrir bardagann. Ég var mjög stresaður en hef verið miklu stressaðri. Ég var svo ákveðinn í að vinna. Ég var alltaf að segja við sjálfan mig ‘þú ferð ekki upp á hótelherbergi nema með sigur’. Þetta var allt mjög afslappað hjá okkur í vikunni fyrir bardagann og vorum við meira að segja aðeins að grínast í búrinu rétt áður en bardaginn byrjaði.“

Þeir hjá CAGE bardagasamtökunum voru hæst ánægðir með frammistöðuna hjá Bjarka. CAGE bardagasamtökin eru með þeim stærri á Norðurlöndunum og hafa haldið bardagakvöld í 15 ár.

„Þeir voru mjög ánægðir, Jukka sem sér um að raða bardögunum saman, vill endilega fá mig aftur á þetta show og vilja byggja mig upp. Ég bað um að fá berjast þarna aftur og hrósaði þeim í viðtalinu eftir bardagann sem þeir voru ánægðir með. Þetta er langbesta show sem ég hef farið á. Allt mjög professional þarna.“

„Næsta bardagakvöld þeirra er þann 30. nóvember þannig að vonandi fæ ég bardaga þar, það væri fullkomið. Annars er bara æfing í næstu viku til að hjálpa Gunna fyrir bardagann hans í Kaupmannahöfn. Held áfram að æfa en get fengið mér nóg af pizzum þangað til næsti bardagi kemur,“ segir Bjarki að lokum.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.