0

UFC 242 úrslit

UFC 242 fór fram í Abu Dhabi fyrr í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Mikill hiti var í höllinni í Abu Dhabi framan af kvöldi og sögðu margir bardagamenn að það hefði verið erfitt að berjast í hitanum í kvöld. Hitinn varð þó bærilegri þegar á leið.

Khabib Nurmagomedov átti frábæra frammistöðu gegn Dustin Poirier. Khabib vann allar loturnar og stjórnaði bardaganum allan tímann en Poirier náði ágætis höggum í 2. lotu sem virtust vanka Khabib smávægilega. Khabib sýndi mikla yfirburði og kláraði Poirier í 3. lotu með hengingu.

Paul Felder sigraði Edson Barboza eftir umdeilda dómaraákvörðun í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Dómararnir voru ekki sammála um úrslit bardagans og gaf einn dómari Felder allar loturnar á meðan annar dómari gaf Barboza allar loturnar.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Léttvigt: Khabib Nurmagomedov sigraði Dustin Poirier með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:06 í 3. lotu.
Léttvigt: Paul Felder sigraði Edson Barboza eftir klofna dómaraákvörðun (27-30, 29-28, 30-27).  
Léttvigt: Islam Makhachev sigraði Davi Ramos eftir dómaraákvörðun (29-27, 30-26, 30-26).
Þungavigt: Curtis Blaydes sigraði Shamil Abdurakhimov með tæknilegu rothöggi (elbow and punches) eftir 2:22 í 2. lotu.
Léttvigt: Carlos Diego Ferreira sigraði Mairbek Taisumov eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-27, 29-27).

ESPN upphitunarbardagar:

Fluguvigt kvenna: Joanne Calderwood sigraði Andrea Lee eftir klofna dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Zubaira Tukhugovog Lerone Murphy gerðu jafntefli (28-29, 29-28, 28-28).
Hentivigt (138 pund): Sarah Moras sigraði Liana Jojua með tæknilegu rothöggi eftir 2:26 í 3. lotu.
Léttvigt: Ottman Azaitar sigraði Teemu Packalén með rothöggi eftir 3:33 í 1. lotu.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Veltivigt: Belal Muhammad sigraði Takashi Sato með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 1:55 í 3. lotu.
Veltivigt: Muslim Salikhov sigraði Nordine Taleb með rothöggi eftir 4:26 í 1. lotu.
Millivigt: Omari Akhmedov sigraði Zak Cummings eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Don Madge sigraði Fares Ziam eftir dómaraákvörðun.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.