Dana White, forseti UFC, segir að Conor McGregor og Donald Cerrone séu ekki á leið í búrið á þessari stundu. Dana segir að verið sé að skoða aðra bardaga fyrir Cerrone.
Orðrómur um bardaga Conor McGregor og Donald Cerrone hefur verið nokkuð hávær á síðustu vikum. Eftir glæsilegan sigur Donald Cerrone á Alexander Hernandez í janúar lýsti Conor því yfir að hann væri til í bardaga gegn Cerrone.
For a fight like that Donald, I’ll fight you.
Congratulations.— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) January 20, 2019
Cerrone leist ekki illa á það en í síðustu viku setti hann neðangreinda mynd á Instagram.
Cerrone hefur lengi verið styrktur af Budweiser og birti mynd af bjórnum ásamt viskíinu hans Conor. Þá nefnir hann 6. júlí en líklegast verður stórt bardagakvöld í Las Vegas þá helgi þegar International Fight Week fer fram.
Á föstudaginn sagði Dana White þó að bardaginn væri langt frá því að vera staðfestur.
„Þeir eru búnir að vera að tala um þetta og ég sagði að ef þeir vilja berjast munum við gera þetta. En við erum langt frá því að geta staðfest bardagann. Við erum reyndar að skoða aðra andstæðinga fyrir ‘Cowboy’ Cerrone,“ sagði Dana.
Þetta kemur nokkuð á óvart þar sem báðir virðast einmitt vilja þetta. Dana sagði einnig að Al Iaquinta væri mögulegur andstæðingur fyrir Cerrone og býst við að Conor snúi aftur í búrið í haust.