spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White: Floyd-Conor án okkar væri algjört hrun

Dana White: Floyd-Conor án okkar væri algjört hrun

Dana White, forseti UFC, sagði í gær að ef Conor McGregor reynir að boxa við Floyd Mayweather án UFC yrðu það stór mistök.

Conor McGregor var í klukkutíma viðtali við Ariel Helwani í gær þar sem hann sagði að boxhringurinn yrði sennilega sinn næsti viðkomustaður.

„Þegar þú rukkar fólk fimm dollara fyrir að hlusta á þig tala þarftu að segja eitthvað klikkað,“ sagði Dana White.

„Þið vitið hvað mér finnst um Conor og ég hef alltaf sýnt honum mikla virðingu. Ef hann vill fara þessa leið með okkur þá mun það verða algjört hrun.“

„Mun bardaginn fara fram? Mér finnst það jafn líklegt og að ég verði varamaður fyrir Tom Brady á sunnudaginn,“ sagði White en Tom Brady spilar sem leikstjórnandi hjá New England Patriots en liðið spilar til úrslita í NFL næsta sunnudag.

Rétt fyrir viðtalið í gær póstaði Conor McGregor mynd á Instagram þar sem hann var harðorður í garð allra.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular