spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White: Khabib var á spítala fyrir þremur vikum síðan

Dana White: Khabib var á spítala fyrir þremur vikum síðan

Dana White, forseti UFC, greindi frá því að Khabib hefði átt við meiðsli að stíga fyrir bardagann. Það virtist hafa lítil áhrif á Khabib sem sigraði Justin Gaethje.

Khabib Nurmagomedov kláraði Justin Gaethje með hengingu í 2. lotu. Khabib lýsti því síðan yfir að þetta hefði verið hans síðasti bardagi á ferlinum.

Dana White var agndofa yfir frammistöðu Khabib í kvöld en greindi frá meiðslum sem voru greinilega að hrjá Khabib.

„Við vorum heppin að sjá Khabib hér í kvöld. Hann var á spítala fyrir þremur vikum síðan, braut á sér fótinn. Braut 2 tær og ristina samkvæmt horninu sínu. Hann sagði engum frá þessu, labbandi um. Hann er ein harðasta mannvera á plánetunni og er besti bardagamaður heims, pund fyrir pund. Er sennilega einn sá besti frá upphafi,“ sagði Dana White á blaðamannafundinum eftir bardagann.

Dana hafði á þessum tímapunkti ekki rætt við Khabib en hann trúir því að Khabib standi við orðin sín og sé raunverulega hættur. „Ég ætla að leyfa honum að jafna sig, ekki bara líkamlega heldur andlega líka með föðurmissinn.“

Dana gat ekki gefið neitt upp um framtíð léttvigtarinnar nú þegar meistarinn er á brott. Það er þó ljóst að menn eins og Dustin Poirier, Conor McGregor, Justin Gaethje, Tony Ferguson og Michael Chandler munu gera tilkall til titilbardaga á næstunni.

Robert Whittaker sigraði Jared Cannonier í næstsíðasta bardaga kvöldsins í millivigt. Israel Adesanya, meistarinn í millivigt, hafði óskað eftir því að mæta Cannonier ef honum tækist að sigra Whittaker. Þar sem Whittaker sigraði er óljóst hver næstu skref verða í millivigtinni.

Adesanya tók beltið af Whittaker í október 2019 og telur Dana að annar bardagi á milli Adesanya og Whittaker sé heillandi. Adesanya er aftur á móti með marga möguleika framundan en Whittaker er sennilegast næsta áskorun Adesanya í millivigt að sögn Dana White.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular