spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White: Khamzat Chimaev fær aðalbardaga næst

Dana White: Khamzat Chimaev fær aðalbardaga næst

Dana White forseti UFC hefur staðfest að næsti bardagi Khamzat Chimaev mun vera aðalbardagi gegn topp 15 andstæðingi.

Í síðustu viku birti Chimaev færslu á Twitter-síðu sinni þar sem hann sagðist vera kominn með dagsetningu fyrir sinn næsta bardaga og að sá bardagi yrði fimm lotu aðalbardagi. Að lokum þakkaði kappinn Dana White fyrir að standa við stóru orðin en það er MMA Junkie sem greinir frá þessu.

https://twitter.com/KChimaev/status/1308993334216724480

Twitter færsluna birti Khamzat á fimmtudaginn var og nú hefur Dana White sjálfur sagt að þetta sé allt saman satt og rétt en þetta staðfesti hann í morgun á blaðamannafundi fyrir UFC 253. Hins vegar útilokaði Dana að Chimaev komi til með að berjast í Abu Dhabi en næstu fimm bardagakvöld UFC fara fram á Yas-Eyjum. UFC er þegar búið að bóka alla aðalbardagana á bardagakvöldunum fimm og því ekki pláss fyrir Chimaev þar. Titilbardagi milli Khabib Nurmagamedov og Justin Gaetjhe rekur lokahnykkinn þann 24. október á bardagakvöld UFC á eyjunni en eftir það mun UFC halda aftur til Vegas.

„Hann mun berjast í Vegas,“ sagði Dana White um Khamzat við blaðamenn á fréttamannafundinum sem fram fór í morgun á Yas-Eyjum.

Dana White vildi ekki gefa upp hver það væri sem Chimaev mætir næst, hann gat aðeins sagt frá því að hans næsti andstæðingur sé með númer fyrir framan nafnið sitt á styrkleikalista. Þá er heldur ekki vitað hvort þessi næsti andstæðingur sé í veltivigt eða millivigt.

Fyrir bardaga sinn gegn Gerald Meerschaert á UFC Vegas sem fram fór um síðustu helgi, þar sem Chimaev rotaði Meerschaert eftir 17 sekúndur, hafði kappinn verið bókaður í tvo bardaga; annars vegar gegn Meerschaert í millivigt og hins vegar gegn Demian Maia í veltivigt. Það gerist sárasjaldan að UFC bardagakappar séu með tvo bardaga í einu á sinni könnu. Miðað við þessi nýju tíðindi frá Dana White þykir líklegt að UFC séu að víkja frá fyriráætlunum sínum um að para Chimaev saman við Maia því sá bardagi átti einmitt að fara fram í október í Abu Dahbi.

Þessi sænski Tjetseníumaður hefur komið eins og stormsveipur inní MMA senuna eftir að hann kom inn í UFC í júlí á þessu ári. Síðan þá hefur hann klárað alla sína bardaga með miklum yfirburðum, einn með uppgjafartaki og tvo með rothöggi.

Á blaðamannafundinum í morgun gaf Dana White engan tímaramma um hvenær Chimaev myndi stíga inn í búrið sem aðalnúmer kvöldsins en miðað við hvernig UFC bardagar eru að raðast upp núna þykir líklegt að þessu verði í nóvember eða desember.

Blaðamannafundinn fyrir UFC 253 er hægt að sjá í spilaranum hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Sjonni
Sjonnihttps://www.mmafrettir.is
-Bardagaáhugamaður -Fjólublátt belti í BJJ -Stjórnamaður í Mjölni -Tölvunarfræðingur
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular