spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White: Létum Sage Northcutt fara

Dana White: Létum Sage Northcutt fara

sage northcuttUFC hefur ákveðið að endurnýja ekki samninginn sinn við Sage Northcutt. Sage Northcutt er því laus allra mála og gæti verið nýjasta viðbótin við ONE Championship í Asíu.

Þessi tíðindi koma MMA aðdáendum sennilega á óvart enda eyddi UFC miklu púðri í að kynna Sage Northcutt á sínum tíma. Northcutt fékk mikla athygli og talsvert betri samning en aðrir bardagamenn sem voru á svipuðum stað á ferlinum í UFC. Northcutt var í brasi á tímabili en hefur rétt úr kútnum og nú unnið þrjá bardaga í röð. Hann er farinn að æfa hjá Team Alpha Male og hefur verið að taka stöðugum framförum.

Þrátt fyrir það ákvað UFC að leyfa honum að söðla um. „Við leyfðum Sage að fara. Sage er ungur og þarf að bæta sig. Leyfum honum að bæta sig í öðrum bardagasamtökum og sjáum hvar hann endar eftir tvö ár. Kannski munum við semja við hann aftur. Samningurinn hans var útrunninn þannig að við ákváðum að leyfa honum að fara,“ sagði Dana White í UFC Unfiltered hlaðvarpinu.

Northcutt var 6-2 í UFC en samtals 11-2 á MMA ferli sínum. Talið er að þessi 22 ára bardagamaður sé á leið til ONE Championship í Asíu og þá gæti Bellator bankað á dyrnar. Northcutt er enn nokkuð þekktur bardagamaður þrátt fyrir reynsluleysi og gæti því verið góður fengur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular