spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White: Michael Bisping mætir Georges St. Pierre

Dana White: Michael Bisping mætir Georges St. Pierre

Dana White var ekki ánægður með frammistöðu Tyron Woodley á UFC 214. Af þeim sökum mun Georges St. Pierre ekki snúa aftur í veltivigtina heldur berjast við millivigtarmeistarann Michael Bisping.

Þetta sagði Dana White, forseti UFC, á blaðamannafundinum eftir UFC 214 í nótt. Tyron Woodley sigraði Demian Maia í nótt en bardaginn þótti ekki skemmtilegur og bauluðu áhorfendur.

Fyrir helgina lét Dana White hafa eftir sér að Georges St. Pierre (GSP) myndi mæta sigurvegaranum úr viðureign Maia og Woodley. Nú hefur hann breytt algjörlega um skoðun og mun GSP frekar fara í millivigtarmeistarann Michael Bisping.

UFC reyndi að setja þennan bardaga saman fyrr á árinu og hélt blaðamannafund með þeim báðum í mars án þess að vera með dagsetningu í huga fyrir bardagann. GSP sagði síðar að hann myndi ekki vera tilbúinn fyrr en í nóvember og var bardaginn því sleginn af borðinu. Það leit því allt út fyrir að Bisping myndi verja beltið gegn alvöru áskorenda og að GSP færi aftur í veltivigtina þar sem hann ríkti í svo langan tíma.

En Bisping var sömuleiðis að glíma við meiðsli og gat ekki varið millivigtartitil sinn eins og vonir stóðu til. UFC gerði því bráðabirgðartitil fyrir millivigtina sem Robert Whittaker tók með sigri á Yoel Romero fyrr í mánuðinum. Búist var við að Whittaker myndi mæta Bisping og sameina beltin en þau plön voru slegin á frest.

Robert Whittaker er nefnilega sjálfur að glíma við hnémeiðsli sem hann varð fyrir í bardaganum gegn Romero. Millivigtartitlarnir verða því sameinaðir þegar Whittaker mætir sigurvegaranum úr viðureign GSP og Bisping.

Dana var harðorður í garð Woodley eftir frammistöðu hans gegn Maia. „Það er ekki gott þegar baulað er á þig þegar þu yfirgefur höllina. Þú getur ekki aflað þér tekna þannig. Það boðar ekki gott ef fólk vill ekki horfa á þig berjast,“ sagði Dana White.

Dana fannst eins og Woodley hefði getað klárað þetta í 1. eða 2. lotu en spilaði þetta öruggt þess í stað. Það er nokkuð sem hann býst ekki við frá Michael Bisping. „Michael Bisping mun koma til að berjast.“

Nú í morgun voru strax fregnir þess efnis að allt væri klappað og klár fyrir bardaga Bisping og Georges St. Pierre.

UFC verður með stórt bardagakvöld í Madison Square Garden þann 4. nóvember og gæti þetta verið aðalbardagi kvöldsins.

spot_img
spot_img
spot_img
Previous article
Next article
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular