spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White: Ronda Rousey var niðurbrotin eftir tapið

Dana White: Ronda Rousey var niðurbrotin eftir tapið

Ronda Rousey talaði ekkert við fjölmiðla eftir tapið gegn Amöndu Nunes í gær. Dana White, forseti UFC, talaði við hana og var hún gjörsamlega niðurbrotin eftir bardagann.

Amanda Nunes kláraði Rondu eftir 48 sekúndur í 1. lotu og eru slíkir yfirburðir sjaldséðir í titilbardögum. Eins og við var að búast var Ronda ekki að taka tapinu neitt sérstaklega vel.

„Hún er svo mikill keppnismaður. Hún er niðurbrotin, hún er með svo mikið keppnisskap,“ sagði Dana White við FS1 eftir bardagann.

White sagði þó að Ronda hafi ekki verið eins slæm og eftir Holly Holm tapið. „Hún er mun betri núna. Hún var auðvitað í uppnámi en hún fær góðan stuðning og ég held hún taki þessu tapi mun betur en gegn Holm.“

Allt kynningarefnið frá UFC fyrir bardagann snérist að mestu leyti um Rondu Rousey og fékk Nunes litla athygli. Margir gagnrýndu þessa leið hjá UFC enda Nunes ríkjandi meistari.

„Allir voru að kvarta yfir kynningunni á þessum bardaga og að það hefði bara snúist um Rondu. Ég hefði getað eytt 100 milljónum dollurum í auglýsingar en enginn hefði samt vitað hver Amanda er. Eftir kvöldið munu allir vita hver Amanda Nunes er. Spurðu hvern sem er í fyrramálið [í dag] hver Amanda Nunes er og það geta allir sagt þér það. Þess vegna sé ég um kynningarmál en ekki allir hinir.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular