spot_img
Saturday, November 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White: Ronda snýr aftur í desember eða janúar

Dana White: Ronda snýr aftur í desember eða janúar

ronda rouseyRonda Rousey mun að öllum líkindum berjast næst í desember eða í janúar á næsta ári. Þetta sagði Dana White í gær.

Ronda Rousey tapaði beltinu sínu til Holly Holm í nóvember 2015. Það var alltaf vitað fyrir Holm bardagann að Rousey myndi taka sér pásu frá MMA til að sinna Hollywood-skyldum sínum. Í fyrstu var talið að hún myndi snúa aftur á UFC 200 en það var fljótlega slegið af borðinu.

UFC mun halda sitt fyrsta bardagakvöld í New York þann 12. nóvember og hafði UFC áhuga á að setja Rousey í aðalbardagann þar. Það hefur nú verið staðfest að Ronda Rousey verði ekki í aðalbardaganum í New York.

„Vonandi fáum við Rondu aftur á þessu ári. Hún fór í smávægilega aðgerð á hnénu í gær, ekkert alvarlegt samt. Henni líður vel og hefur verið að æfa,“ sagði Dana White við SportsCenter í dag.

„Vonandi berst hún í desember. Ef ekki mun hún örugglega berjast á nýárs bardagakvöldinu okkar í upphafi næsta árs.“

Miesha Tate er sem stendur bantamvigtarmeistari kvenna eftir sigur á Holly Holm í mars. Hún mun verja beltið sitt gegn Amanda Nunes á UFC 200 í sumar. Rousey mun mæta þeirri sem heldur bantamvigtartitlinum þegar hún kemur aftur.

https://www.youtube.com/watch?v=oWGtN87Ppmc

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular