0

Dominick Cruz átti hræðilegar æfingabúðir fyrir Dillashaw bardagann

UFC Fight Night: Dillashaw v Cruz

Mynd: Maddie Meyer

Dominick Cruz mætir Urijah Faber á UFC 199 um helgina. Þetta verður annar bardagi hans í ár en undirbúningurinn fyrir hans síðasta bardaga gekk vægast sagt illa.

Dominick Cruz var sviptur bantamvigtarbeltinu í janúar 2014 eftir ítrekuð meiðsli en endurheimti beltið eftir sigur á T.J. Dillashaw. Cruz sigraði Dillashaw í janúar eftir klofna dómaraákvörðun í afar jöfnum bardaga.

Endurkoma hans er nefnilega ein sú magnaðasta í sögu MMA. Cruz hefur lítið barist undanfarin ár vegna endalausra meiðsla. Cruz hefur þrisvar slitið krossband (tvisvar á vinstra hné og einu sinni á hægra hné) og reif einnig nárann.

Á laugardaginn mun hann berjast sinn annan bardaga í ár en Cruz hefur ekki barist tvo bardaga á ári síðan árið 2011.

Þrátt fyrir að hafa sigrað Dillashaw í janúar var undirbúningurinn fyrir bardagann ekki sá besti. Þegar Cruz var boðið að berjast við Dillashaw hafði hann í raun ekkert verið að æfa MMA. Hann hafði bara verið að styrkja hnéð, eftir krossbandsslitið, og var tæpum 20 kg of þungur. „Ég fór beint frá því að gera ekki neitt og yfir í að taka fimm lotur,“ sagði Dominick Cruz við Los Angeles Daily News.

„Það var erfitt að koma líkamanum í gott stand þegar þú byrjar svona á núllpunkti. Það krafðist mikils andlegs styrks til að klára æfingabúðirnar þar sem ég upplifði mikinn sársauka.“

Eric Del Fierro, yfirþjálfari Cruz, segir að margt hafi verið að og Cruz hafi langt í frá verið í heimsmeistarformi. „Tímasetningin hans var slæm. Ég hef engum sagt þetta áður en við tókum 50-60 lotur af sparri fyrir bardagann og hann vann aðeins 10% þeirra. Hann var að reyna að finna taktinn sem gekk illa. Hugurinn hans bar hann í gegnum þetta.“

Á laugardaginn mætir hann Urijah Faber en þetta verður í þriðja sinn sem þeir mætast. Faber sigraði fyrstu viðureign þeirra en Cruz þá seinni. Bardaginn verður næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC 199 en bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.