spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White: Sigurvegari Jones vs. Miocic þarf að berjast við Aspinall eða...

Dana White: Sigurvegari Jones vs. Miocic þarf að berjast við Aspinall eða leggja hanskana á hilluna (myndband)

Mikið hefur verið ritað og rætt um mögulegan bardaga milli Jon Jones og Tom Aspinall en Jones er þungavigtarmeistari UFC og Tom Aspinall er handhafi interim-þungavigtarmeistari UFC. Flestir áhugamenn um blandaðar bardagalistir hafa horft fram hjá bardaga Jones við Stipe Micocic og talið að Jones sé að koma sér hjá því að berjast við þann besta í þungavigtinni, Tom Aspinall.

MMA-fréttir greindu frá því í morgun að Jon Jones hefði neitað blaðamanni um viðtal vegna tengsla hans við Tom Aspinall og sagði Jones á blaðamannafundi nýlega að Aspinall hegði sér eins og rasshaus og hann hefði engan áhuga á því að stunda viðskipti við hann.

Á blaðamannafundi fyrir bardaga Jon Jones og Stipe Micocic var Dana White spurður hvort sigurvegari úr viðureign Jones og Stipe myndi berjast við Tom Aspinall en Dana svaraði því með því að segja að sigurvegarinn eigi algerlega að berjast við Tom. Breiddist út mikill fögnuður meðal áhorfenda og fóru áhorfendur að kalla nafn hans Tom Aspinall og þá tók Jones upp hljóðnemann og sagði þeim að hætta þessu.

Dana White var þá í viðtali við Jim Rome í gær þar sem hann var spurður hvort Jones væri að koma sér hjá bardaga við Tom Aspinall. Dana þótti skrítið að tala um að besti bardagamaður allra tíma væri að koma sér hjá andstæðingi en sagði svo að ef Jones sigrar og hættir ekki að berjast muni hann berjast við Tom Aspinall en ekki Alex Perreira eins og Jones sjálfur hefur kallað eftir. Dana segir þá að honum finnist líklegast að Jones komi til baka og berjist við Aspinall ef hann sigrar Stipe en ef hann ákveður að hætta að berjast eigi hann fullan rétt á því að taka þá ákvörðun.

Það er nokkuð ljóst að aðdáendur blandaðra bardagalista vilja sjá Jon Jones gefa Tom Aspinall tækifæri enda langt síðan jafn frambærilegur andstæðingur hefur verið til staðar í sömu vigt og Jon Jones berst í. Hvort við fáum að sjá þann bardaga raungerast er óvitað en ef allir leggjast á bæn og Jones sigrar Stipe, sem er þó alls ekki gefið, þá er aldrei að vita.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular