spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White: UFC ferli CM Punk lokið

Dana White: UFC ferli CM Punk lokið

Dana White, forseti UFC, sagði að ferli CM Punk í UFC væri lokið. Punk tapaði fyrir Mike Jackson í gær og hefur nú tapað báðum bardögum sínum í UFC.

Bardaginn var fremur leiðinlegur og einhliða eins og við var að búast. Þarna voru á ferð tveir áhugamenn að berjast á stærsta sviðinu og var ljóst að hvorugur áttu heima á stóra sviðinu. CM Punk er þó nafn sem trekkir að og hefur UFC eflaust grætt á tilveru CM Punk á bardagakvöldinu.

Dana White sagði þó á blaðamannafundinum eftir UFC 225 í gær að ferli CM Punk væri lokið í UFC og ráðlagði honum að hætta í MMA.

„Ferillinn hans er búinn í UFC. Hann er 39 ára gamall, við gáfum honum tvo tækifæri en hann sýndi mikinn kjark í kvöld og ég held að hann ætti að hætta,“ sagði Dana. Dana sagði þó svipaða hluti eftir fyrsta bardaga Punk og því aldrei hægt að útiloka neitt.

Dana hrósaði Punk fyrir að geta tekið við höggunum frá Jackson en gagnrýndi á sama tíma Jakcson fyrir að klára ekki bardagann og reyna að setja upp einhverja sýningu.

„Punk fékk fullt af þungum höggum í bardaganum og leit út fyrir að vera vankaður. Ég er hins vegar ekki ánægður með Michael Jackson. Hann lét eins og algjör bjáni í kvöld. Hann fékk þetta tækifæri til að berjast við CM Punk í kvöld og leit aldrei út fyrir að vera að reyna að klára bardagann. Leit út fyrir að geta klárað bardagann nokkrum sinnum en reyndi það ekki.“

Dana var ekki ánægður með Mike Jackson eftir þessa frammistöðu og mun hann ekki fá annað tækifæri í UFC. „Ég veit ekki hvað gæjinn vann við áður en við gáfum honum þetta tækifæri en hvað sem það er þarf hann að snúa sér aftur að því. Hann er 0-2 í mínum huga. Í mínum huga er hann algjör f**king bjáni og ég gat ekki beðið eftir því að bardaginn yrði búinn. Ég sé eftir að hafa ekki sett bardagann á Fight Pass. Þannig leið mér.“

CM Punk ræddi ekki við fjölmiðla í gær en hann var sendur upp á sjúkrahús til aðhlynningar eftir bardagann.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular