0

Myndband: Michael Bisping og Colby Covington áttu í orðaskiptum í viðtali eftir bardagann

Colby Covington sigraði Rafael dos Anjos á UFC 225 í gærkvöldi. Covington mætti í viðtal á Fox Sports 1 í gær eftir bardagann þar sem hann og Michael Bisping áttu í orðaskiptum.

Colby Covington er bráðabirgðarmeistari UFC í veltivigtinni eftir sigur eftir dómaraákvörðun á Rafael dos Anjos í nótt. Skömmu eftir bardagann mætti hann í viðtal á Fox Sports 1 til Karyn Bryant, Michael Bisping, Kenny Florian og Michelle Waterson.

Covington sagði að allir þáttastjórnendur hefðu haldið með dos Anjos en Bisping er með sama þjálfara og dos Anjos, Jason Parillo. Bisping og Covington áttu í nokkrum orðaskiptum en besti vinur og æfingafélagi Covington, Jorge Masvidal, hefur átt í útistöðum við Bisping um nokkurt skeið.

Covington ætlar að fara með beltið til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, enda hefur hann lýst því yfir að hann sé mikill aðdáandi hans. Bisping spurði hvort Covington haldi að hann fái í alvörunni að hitta Trump eða hvort þetta sé bara ímyndun og óskhyggja hjá Covington.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.