0

UFC 225 úrslit

UFC 225 fór fram í nótt í Chicago. Bardagakvöldið var skemmtilegt en aðalbardagi kvöldsins var stórkostlegur.

Bardagi Yoel Romero og Robert Whittaker verður sennilega ofarlega á listum yfir bestu bardaga ársins þegar árið verður gert upp. Bardaginn byrjaði vel fyrir Whittaker en í 3. lotu kýldi Romero meistarann niður. Hann gerði það svo aftur í 4. og 5. lotu en allt kom fyrir ekki og var Whittaker krýndur sigurvegari eftir klofna dómaraákvörðun. Deilt hefur verið um niðurstöðuna enda töldu margir að Romero hefði átt að fá að minnsta kosti eina lotu skoraða 10-8 sér í vil.

Colby Covington vann svo Rafael dos Anjos eftir dómaraákvörðun í ágætis bardaga og lét meistarann Tyron Woodley heyra það.

Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Millivigt: Robert Whittaker sigraðiYoel Romero eftir klofna dómaraákvörðun (48-47, 47-48, 48-47).
Bráðabirgðartitilbardagi í veltivigt: Colby Covington sigraði Rafael dos Anjos eftir dómaraákvörðun (49-46, 48-47, 48-47).
Fjaðurvigt kvenna: Holly Holm sigraði Megan Anderson eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-26, 30-26).
Þungavigt: Tai Tuivasa sigraði Andrei Arlovski eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 29-28).
Veltivigt: Mike Jackson sigraði CM Punk eftir dómaraákvörðun (30-26, 30-26, 30-26).

Fox Sports 1 upphitunarbardagar:

Þungavigt: Curtis Blaydes sigraði Alistair Overeem með tæknilegu rothöggi (olnbogar) eftir 2:56 í 3. lotu.
Strávigt kvenna: Cláudia Gadelha sigraði Carla Esparza eftir klofna dómaraákvörðun (29-28, 28-29, 29-28).
Fjaðurvigt: Mirsad Bektić sigraði Ricardo Lamas eftir klofna dómaraákvörðun (29-28, 28-29, 30-27).
Þungavigt: Chris de la Rocha sigraði Rashad Coulter með tæknilegu rothöggi eftir 3:53 í 2. lotu.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Léttþungavigt: Anthony Smith sigraði Rashad Evans með rothöggi (hné) eftir 53 sekúndur í 1. lotu.
Fluguvigt: Sergio Pettis sigraði Joseph Benavidez eftir klofna dómaraákvörðun (28-29, 29-28, 30-27).
Léttvigt: Charles Oliveira sigraði Clay Guida með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 2:18 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Dan Ige sigraði Mike Santiago með tæknilegu rothöggi eftir 50 sekúndur í 1. lotu.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.