spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White um MMAAA og boxleyfi Conor McGregor

Dana White um MMAAA og boxleyfi Conor McGregor

Dana White forseti UFC gagnrýnir aðkomu Björn Rebney í nýju félagasamtökum bardagamanna, MMAAA.

MMAAA var sett á laggirnar í síðustu viku en bardagamenn eins og Georges St. Pierre, Cain Velasquez, T.J. Dillashaw, Donald Cerrone og Tim Kennedy eru meðal stofnenda félagsins.

Björn Rebney er fyrrum forseti Bellator bardagsamtakanna og var hann ekki sá vinsælasti meðal bardagamanna er hann sat við stjórnvölinn þar. Það kemur því mörgum á óvart, og þar á meðal Dana White, að Rebney skuli vera partur af þessu félagi.

Á símafundi sem MMAAA hélt í síðustu viku héldu þeir því fram að aðeins 8% af heildartekjum UFC fari til bardagamanna en í öðrum íþróttum í Bandaríkjunum fá íþróttamennirnir um 50%. Dana White segir þessar tölur vera rangar og að mikið hafi verið um staðreyndavillur á kynningarfundi MMAAA í síðustu viku.

Í öðrum hluta viðtalsins talar White um boxleyfið sem Conor McGregor fékk veitt í Kaliforníu á dögunum. White segir að McGregor sé afar fær í að halda sér í umræðunni þrátt fyrir að vera ekkert að fara að berjast á næstunni.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular