spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDaniel Cormier aftur þyngri en Stipe Miocic

Daniel Cormier aftur þyngri en Stipe Miocic

Vigtunin fyrir UFC 241 lauk nú fyrir skömmu. Aftur var Daniel Cormier þyngri en Stipe Miocic líkt og í fyrra.

Þegar þeir Stipe Miocic og Daniel Cormier mættust fyrst í fyrra var Daniel Cormier léttþungavigtarmeistari og Miocic ríkjandi þungavigtarmeistari. Þrátt fyrir það var Cormier þyngri maðurinn í vigtuninni og er hann nú aftur þyngri en Miocic.

Daniel Cormier var 107,3 kg (236,5 pund) í formlegu vigtuninni í dag. Stipe Miocic var örlítið léttari eða 104,5 kg (230,5 pund). Báðir eru þeir léttari heldur en þegar þeir mættust í fyrra en þá var Cormier 111 kg og Miocic 110 kg. Miocic hefur aldrei verið eins léttur fyrir bardaga í UFC líkt og nú.

Allir bardagamenn kvöldsins vigtuðu sig nokkuð snemma nema Yoel Romero. Romero kom í vigtunina þegar 35 mínútur voru eftir og var 184,5 pund. Það voru nokkrar efasemdir um þyngd Romero enda náði hann ekki tilsettri þyngd fyrir tvo síðustu bardaga sína.

Bardagi Manny Bermudez og Casey Kenney var síðan í morgun færður í 140 punda hentivigt en hann átti upphaflega að vera háður í 135 pundum.

Þeir Nate Diaz og Anthony Pettis voru ekki í vandræðum með að ná 170 punda veltivigtarmarkinu. Allir aðrir náðu tilsettri þyngd.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular