spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDaniel Cormier: Ég brást þjálfurum mínum

Daniel Cormier: Ég brást þjálfurum mínum

Daniel Cormier tapaði fyrir Stipe Miocic með tæknilegu rothöggi í 4. lotu á UFC 241 um helgina. Cormier var afar svekktur með sjálfan sig eftir bardagann.

Daniel Cormier gekk vel framan af og vann fyrstu tvær loturnar. Miocic kom sterkur til baka og rotaði Cormier í 4. lotu.

Hinn fertugi Cormier vildi ekki taka neina ákvörðun um framhaldið og gat ekki sagt til um hvort þetta hafi verið hans síðasti bardagi á ferlinum.

„Ég vil ekki taka ákvörðun út frá tilfinningum. Ég vil skoða þetta með konunni minni og þjálfurum og við tökum ákvörðun út frá því,“ sagði Cormier á blaðamannafundinum eftir bardagann.

Þetta var í fyrsta sinn sem Cormier tapar í þungavigt og í annað sinn sem hann tapar eftir rothögg en bæði töpin komu í sömu höllinni í Anaheim, Kaliforníu.

„Mér finnst hræðilegt að tapa. Ég er mikill keppnismaður og það er alveg hræðilegt að tapa. Það að vera kláraður er hræðilegt. Þetta er í annað sinn sem það gerist og það er ekki gott. Ég er nógu skynsamur til að skilja það.“

Cormier gekk mjög vel í 1. lotu og tók Miocic niður. Cormier fór varla í fleiri fellur eftir það og kaus þess í stað að standa með honum. „Það var leikáætlunin [að nota glímuna]. Ég brást þjálfurum mínum og það eru sennilega mestu vonbrigðin. Þeir voru að grátbiðja mig um að glíma við hann. Ég gerði ekki það sem ég var þjálfaður til að gera og mér finnst ég hafa brugðist þjálfurum mínum.“

„Mér var að ganga vel standandi og þegar það gerist fellur maður fyrir því. Þetta var eins gegn Alexander Gustafsson þar sem ég glímdi mikið í 1. lotu en gerði það svo ekki hinar fjórar loturnar en þjálfararnir voru að biðja mig um að glíma. Í kvöld borgaði ég heldur betur fyrir að hafa ekki hlustað á þjálfarana. Ég er yfirleitt góður að hlusta á þjálfarana.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular