spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDaniel Cormier frestar því að setjast í helgan stein

Daniel Cormier frestar því að setjast í helgan stein

Daniel Cormier verður fertugur þann 20. mars. Cormier hefur alltaf sagt að hann ætlaði að vera hættur þegar hann verður fertugur en nú hefur hann slegið því á frest.

Þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier var búinn að teikna upp áætlun fyrir endalok ferilsins eftir langan feril í MMA og ólympískri glímu. Cormier barðist þrisvar árið 2018 og ætlaði að taka einn stóran bardaga áður en hann myndi hætta á þessu ári.

Cormier hefur ekki enn staðfest næsta bardaga sinn þar sem hann hefur verið að glíma við bakmeiðsli. Cormier segist finna fyrir aldrinum en hann meiddist í bakinu í fyrra við að hnerra! Sama dag og hann mætti Derrick Lewis í fyrra hnerraði hann um morguninn og festist í bakinu. Cormier gat á endanum barist um kvöldið en hefur verið í endurhæfingu á bakinu undanfarna mánuði.

Cormier segist þurfa að minnsta kosti 12 vikur til að undirbúa sig fyrir bardaga og býst því ekki við að berjast á næstu mánuðum. Cormier er enn að horfa til Brock Lesnar en hefur ekki útilokað annan bardaga gegn Stipe Miocic.

„Við erum ekki að bíða eftir Brock Lesnar. Ég get bara ekki barist vegna meiðsla. Ef ég gæti barist hefði ég örugglega barist við Stipe aftur. Ég get bara ekki barist núna en svo sjáum við til hvað gerist með Lesnar,“ sagði Cormier við The MMA Hour á mánudaginn.

Stipe Miocic vill ólmur mæta Cormier aftur og hefur ekki ennþá barist síðan hann tapaði beltinu í júlí í fyrra.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular