Tuesday, May 21, 2024
HomeErlentNicolas Dalby undirbýr sig fyrir titilbardaga á Íslandi

Nicolas Dalby undirbýr sig fyrir titilbardaga á Íslandi

Fyrrum UFC-bardagamaðurinn Nicolas Dalby er staddur á Íslandi þessa dagana þar sem hann undirbýr sig fyrir titilbardaga í Cage Warriors. Við spjölluðum við Dalby um æfingarnar á Íslandi, næsta bardaga, MMA senuna í Danmörku og fleira.

Nicolas Dalby er 34 ára Dani sem hefur lengi verið í MMA. Hann er 16-3-1 sem atvinnumaður og var veltivigtarmeistari Cage Warriors áður en hann samdi við UFC árið 2015. Í UFC vann hann einn bardaga, tapaði tveimur og gerði svo frægt jafntefli við Darren Till í Dublin.

Dalby fékk samninginn sinn ekki endurnýjaðan í UFC en hann berst í mars um bráðabirgðartitilinn í Cage Warriors gegn Alex Lohore. Bardaginn fer fram í Kaupmannahöfn og býst Dalby við frábærri stemningu í höllinni.

Dalby hefur að hluta til undirbúið sig fyrir bardagann hér á landi við æfingar í Mjölni. Dalby er meðal 20 erlendra bardagamanna sem eru staddir hér á landi við æfingar með John Kavanagh og keppnisliði Mjölnis.

„Það hefur verið frábært hérna hingað til. Við gistum hérna í Mjölni sem er æðislegur staður. Ég er hér til að æfa og bind því ekki miklar vonir um einhverja útsýnistúra og veltur allt á hversu ferskur ég er eftir æfingar. Vonandi get ég farið aðeins í nátturuna og skoðað mig um. Það er magnað að sjá snjóinn og fjöllin enda er Danmörk flatt eins og pönnukaka,“ segir Dalby um tímann á Íslandi.

Dalby segir að MMA senan í Danmörku sé á uppleið aftur eftir að hafa náð ákveðnu hámarki fyrir nokkrum árum síðan.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular