0

Björn Lúkas fær bardaga í Dubai í mars

Björn Lúkas Haraldsson er kominn með sinn næsta bardaga. Björn Lúkas berst í Dubai þann 9. mars en þetta verður hans fyrsti bardagi síðan hann tók silfrið á Heimsmeistaramóti áhugamanna.

Björn Lúkas fór hamförum á HM áhugamanna í MMA í nóvember 2017. Hann komst alla leið í úrslit með því að klára fjóra andstæðinga á jafn mörgum dögum en í úrslitum mátti hann sætta sig við tap eftir dómaraákvörðun. Síðan hann tók silfrið á HM hefur hann ekkert barist en núna er hann kominn með staðfestan bardaga.

Björn Lúkas berst á fyrsta bardagakvöldi Reign MMA í Dubai þann 9. mars. Bardagakvöldið fer fram á húsþaki á skýjaklúfri í Dubai en allir bardagar kvöldsins eru áhugamannabardagar. Á bardagakvöldinu mætast bardagamenn frá SBG Ireland gegn völdum bardagamönnum af MMA Poland Association. Björn Lúkas æfir í Mjölni en Mjölnir og SBG hafa lengi átt í farsælu samstarfi. Um þessar mundir eru yfir 20 bardagamenn frá SBG í æfingabúðum í Mjölni undir handleiðslu John Kavanagh. Björn Lúkas mun því vera einn af þeim sem keppir fyrir hönd SBG á kvöldinu.

Björn mætir Michał Pezda sem er 3-1 sem áhugamaður samkvæmt Tapology. Björn Lúkas er 6-1 sem áhugamaður og ætlaði að taka skrefið í atvinnumennsku. Hann hefur hins vegar ekki fengið atvinnubardaga enn sem komið er og stökk því á þetta tækifæri þegar það gafst.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.