spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDaniel Cormier vottar Jon Jones samúð sína

Daniel Cormier vottar Jon Jones samúð sína

Móðir Jon Jones féll frá á dögunum eftir baráttu við sykursýki. Daniel Cormier vottaði Jones samúð sína á samfélagsmiðlum.

Mikill rígur er á milli Jones og Cormier og þræta þeir eins og hundur og köttur í hvert sinn sem þeir eru nálægt hvor öðrum. Cormier gat lagt stríðsöxina aðeins til hliðar í gær.

Þetta er líklega það eina jákvæða sem annar hvor þeirra hefur sagt um hvorn annan á undanförnum árum. Þeir Jones og Cormier mætast á UFC 214 í júlí og nýta oftast hvert tækifæri til að gera lítið úr hvor öðrum.

Camille Jones var 55 ára þegar hún lést og skilur eftir sig eiginmann og þrjá syni. Synirnir þrír eru allir atvinnuíþróttamenn en bræður Jon Jones eru þeir Arthur og Chandler Jones sem báðir spila í NFL.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular