Móðir Jon Jones féll frá á dögunum eftir baráttu við sykursýki. Daniel Cormier vottaði Jones samúð sína á samfélagsmiðlum.
Mikill rígur er á milli Jones og Cormier og þræta þeir eins og hundur og köttur í hvert sinn sem þeir eru nálægt hvor öðrum. Cormier gat lagt stríðsöxina aðeins til hliðar í gær.
In our community the mother is the backbone. @JonnyBones , Arthur , chandler and mr. jones I am sorry for ur loss. RIP Mrs Camille. Prayers
— Daniel Cormier (@dc_mma) June 13, 2017
Þetta er líklega það eina jákvæða sem annar hvor þeirra hefur sagt um hvorn annan á undanförnum árum. Þeir Jones og Cormier mætast á UFC 214 í júlí og nýta oftast hvert tækifæri til að gera lítið úr hvor öðrum.
Camille Jones var 55 ára þegar hún lést og skilur eftir sig eiginmann og þrjá syni. Synirnir þrír eru allir atvinnuíþróttamenn en bræður Jon Jones eru þeir Arthur og Chandler Jones sem báðir spila í NFL.