0

Darren Till kaupir lénið MikePerryisabum.com

Darren Till heldur áfram að stríða Mike Perry á samfélagsmiðlum. Nú hefur hann keypt lénið MikePerryisabum.com og tileinkað honum nýja Instagram síðu.

Darren Till og Mike Perry hafa átt sérstakt samband í MMA heiminum. Í fyrstu var rígur á milli þeirra og leit allt út fyrir að þeir myndu mætast í búrinu. Síðar lögðu þeir ágreining sinn til hliðar og tóku meðal annars æfingu saman.

Perry og Till skiptust á vinalegu gríni á samfélagsmiðlum um nokkurt skeið en þegar Till sagði niðrandi orð um nýja kærustu Perry fór vinskapurinn út um gluggann.

Perry blokkaði Till á samfélagsmiðlum en Till brá á það ráð að kaupa lénið MikePerryisabum.com. Á síðunni er ekki mikið efni annað en myndir af Perry að fá högg í sig og myndir frá töpum hans. Þá eru einnig tenglar á myndband af Perry þegar hann var rotaður í boxbardaga.

Till stofnaði einnig nýjan Instagram reikning þar sem hann birtir vafasamar myndir af Perry. Perry hefur nú blokkað þann reikning sömuleiðis.

Till hefur verið gríðarlega virkur á samfélagsmiðlum á síðustu mánuðum og leiddist greinilega heima hjá sér í samkomubanninu. Hann er núna kominn með bardaga en hann mætir Robert Whittaker í millivigt 25. júlí.

Ekki eru miklar líkur á að þeir Perry og Till muni mætast á næstunni en Till er kominn upp í millivigt og Perry tapað tveimur bardögum í röð.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.