UFC heimsækir Dublin í ágúst á þessu ári. Samkvæmt ESPN munu þeir Darren Till og Robert Whittaker mætast í aðalbardaga kvöldsins.
UFC verður með bardagakvöld í Dublin þann 15. ágúst. Þetta verður í fjórða sinn sem UFC heimsækir borgina og í fyrsta sinn í 4 ár.
Aðalbardagi kvöldsins verður í millivigt á milli Darren Till og Robert Whittaker. Till átti góða frumraun í millivigtinni þegar hann sigraði Kelvin Gastelum í nóvember. Whittaker tapaði millivigtar titlinum til Israel Adesanya í október en þetta verður hans fyrsti bardagi síðan þá.
Breaking: UFC targeting Robert Whittaker vs. Darren Till to headline UFC Fight Night on Aug. 15 in Dublin, per multiple sources. Not signed yet, but UFC in the process of finalizing. WHAT A MAIN EVENT. Rob? Darren? pic.twitter.com/sfklnzJINH
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) March 11, 2020
Gunnar Nelson mun að öllum líkindum berjast á kvöldinu og stefnir því allt í spennandi bardagakvöld.