0

Darren Till og Robert Whittaker mætast í Dublin

UFC heimsækir Dublin í ágúst á þessu ári. Samkvæmt ESPN munu þeir Darren Till og Robert Whittaker mætast í aðalbardaga kvöldsins.

UFC verður með bardagakvöld í Dublin þann 15. ágúst. Þetta verður í fjórða sinn sem UFC heimsækir borgina og í fyrsta sinn í 4 ár.

Aðalbardagi kvöldsins verður í millivigt á milli Darren Till og Robert Whittaker. Till átti góða frumraun í millivigtinni þegar hann sigraði Kelvin Gastelum í nóvember. Whittaker tapaði millivigtar titlinum til Israel Adesanya í október en þetta verður hans fyrsti bardagi síðan þá.

Gunnar Nelson mun að öllum líkindum berjast á kvöldinu og stefnir því allt í spennandi bardagakvöld.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.