spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDarren Till: Skal berjast við Gunnar í Dublin

Darren Till: Skal berjast við Gunnar í Dublin

Darren Till hefur áhuga á að berjast við Gunnar Nelson í aðalbardaga kvöldsins í Dublin í maí. Hann kveðst þó hafa mestan áhuga á að mæta Stephen ‘Wonderboy’ Thompson.

Darren Till hefur ekkert barist síðan hann sigraði Donald Cerrone í október. Síðan þá hefur hann farið í þó nokkur viðtöl og heimsótti hann dóttur sína í Brasilíu á dögunum.

Talað var um að Gunnar og Till myndu berjast í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í London í mars. Ekkert varð úr þeim bardaga þar sem Till kvaðst vera með slæma sýkingu. Hann er nú byrjaður að æfa aftur en verður orðinn 100% eftir nokkrar vikur.

Kavanagh lagði til að Gunnar og Till myndu mætast í aðalbardaganum í Dublin í maí en bardagakvöldið var nýlega staðfest af UFC. Till segist hafa lesið það sem Kavanagh setti á Twitter en hafi ekki spáð mikið í því.

„Ég væri alveg til í Thompson og svo Gunnar. Ég er ekki hræddur við hann, ekki hræddur við neinn,“ sagði Till. Þá hefði hann líka verið til í Perry ef hann hefði unnið síðasta laugardagskvöld.

„John Kavanagh var með vesen á samfélagsmiðlum. Hvar hefur Gunnar verið síðustu mánuði? Finndu þér bardaga, berstu við einhvern annan. Ekki láta eins og ég sé hræddur við þig. Ég var veikur, ég gat ekki barist. Ég er ekki hræddur við glímuna hjá Gunna, ekki hræddur við glímuna hjá Usman, ég er ekki hræddur við kraftinn í Woodley, ekki hræddur við karateð hjá Wonderboy, mér er skítsama. Þeir eiga að vera hræddir við mig.“

„Ef Perry vinnur í kvöld [laugardag] og ef hann gerir það þá væri ég til í að berjast við hann. Berjast svo við Thompson, jafnvel í Dublin gegn Gunnari. Kýlum á það, ég skal berjast við Gunnar í Dublin.“

Till hefur svo sem sagt þetta áður og er spurning hvort hann standi við orðin sín og hvort hans teymi samþykki bardaga gegn Gunnari í Dublin.

Að lokum sendi hann skilaboð til veltivigtarinnar þar sem hann sagði; „ég ætla að drepa ykkur alla. Ég er illur. Ég vil vinna þá alla. Ég mun rústa fólki.“

 

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular