0

Úrslit UFC on FOX: Emmett vs. Stephens

UFC var með skemmtilegt bardagakvöld í Orlando í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Jeremy Stephens og Josh Emmett.

Jeremy Stephens sigraði Josh Emmett í kvöld með rothöggi í 2. lotu. Rothöggið var nokkuð umdeilt þar sem Stephens gerði tilraun til að hnjáa Emmett í höfuðið þegar sá síðarnefndi var á báðum hnjám eftir að Stephens kýldi hann niður. Hnésparkið frá Stephens virtist rétt svo strjúka höfuð Emmett en Stephens kláraði bardagann með þungum olnbogum í gólfinu. Þá virtist að minnsta kosti einn olnboganna hitta aftan á hnakka Emmett.

Með sigrinum hefur Stephens unnið þrjá bardaga í röð og óskaði hann eftir titilbardaga eftir sigurinn. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Fjaðurvigt: Jeremy Stephens sigraði Josh Emmett með rothöggi eftir 1:35 í 2. lotu.
Strávigt kvenna: Jéssica Andrade sigraði Tecia Torres eftir dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Ilir Latifi sigraði Ovince Saint Preux með uppgjafartaki (standing guillotine choke) eftir 3:48 í 1. lotu.
Veltivigt: Max Griffin sigraði Mike Perry eftir dómaraákvörðun.

Fox upphitunarbardagar:

Bantamvigt: Brian Kelleher sigraði Renan Barão eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt kvenna: Marion Reneau sigraði Sara McMann með uppgjafartaki (triangle choke) eftir 3:40 í 2. lotu.
Strávigt kvenna: Angela Hill sigraði Maryna Moroz eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Alan Jouban sigraði Ben Saunders með rothöggi eftir 2:38 í 2. lotu.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Léttþungavigt: Sam Alvey sigraði Marcin Prachnio með rothöggi eftir 4:23 í 1. lotu.
Bantamvigt: Rani Yahya sigraði Russell Doane með uppgjafartaki (arm-triangle choke) eftir 2:32 í 3. lotu.
Hentivigt (126,5 pund): Alex Perez sigraði Eric Shelton eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Manny Bermudez sigraði Albert Morales með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 2:33 í 2. lotu.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.