spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDarren Till undir 188 pundum í hádeginu

Darren Till undir 188 pundum í hádeginu

Darren Till þurfti að vigta sig aftur inn í hádeginu í dag eftir að hafa ekki náð vigt í gær. Till var undir 188 pundum og getur bardaginn því farið fram.

Nokkuð bras hefur verið á vigtinni hjá Darren Till. Í gær var hann 174,5 pund (79,3 kg) í vigtuninni en hefði þurft að vera 171 pund eða minna. Af þeim sökum þurfti hann að gefa andstæðingi sínum í kvöld, Stephen Thompson, 30% launa sinna og þurfti svo að vigta sig aftur inn í dag. Í vigtuninni í dag mátti hann ekki vera meira en 188 pund (85,5 kg).

Þessi seinni vigtun fór fram kl. 13 í dag á staðartíma í Liverpool og var vigtunin lokuð fjölmiðlum. Staðfest hefur verið að Till var 187,3 pund (85,1 kg) og getur bardaginn því farið fram. Þjálfari Thompson var viðstaddur og sá til þess að allt færi eðlilega fram ásamt starfsmönnum UFC.

Í gær hafði Till áhyggjur af seinni vigtuninni og spurning hvernig hann kemur til leiks í kvöld.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular