Darren Till þurfti að vigta sig aftur inn í hádeginu í dag eftir að hafa ekki náð vigt í gær. Till var undir 188 pundum og getur bardaginn því farið fram.
Nokkuð bras hefur verið á vigtinni hjá Darren Till. Í gær var hann 174,5 pund (79,3 kg) í vigtuninni en hefði þurft að vera 171 pund eða minna. Af þeim sökum þurfti hann að gefa andstæðingi sínum í kvöld, Stephen Thompson, 30% launa sinna og þurfti svo að vigta sig aftur inn í dag. Í vigtuninni í dag mátti hann ekki vera meira en 188 pund (85,5 kg).
Þessi seinni vigtun fór fram kl. 13 í dag á staðartíma í Liverpool og var vigtunin lokuð fjölmiðlum. Staðfest hefur verið að Till var 187,3 pund (85,1 kg) og getur bardaginn því farið fram. Þjálfari Thompson var viðstaddur og sá til þess að allt færi eðlilega fram ásamt starfsmönnum UFC.
Í gær hafði Till áhyggjur af seinni vigtuninni og spurning hvernig hann kemur til leiks í kvöld.
Media wasn’t allowed in the room when Darren Till weighed in, however, here’s a pic of the scale provided to me by a source who was in the room. As you can see, 187.3 pounds. Crisis averted. pic.twitter.com/c1mkXoncWw
— Ariel Helwani (@arielhelwani) May 27, 2018